fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Spenna í jarðskorpunni og spenna hjá Veðurstofunni sem spáir eldgosi á næstu dögum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 11:19

Mynd frá gosinu í Geldingadal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég veit þú spáir eldgosi, söng hljómsveitin SSSól um aldamótin, og líklega hafa þó nokkrir Suðurnesjamenn hugsað hið sama þegar þeir fundu fyrir jarðskjálftunum í nótt og í morgun. Samkvæmt heimildum DV ríkir nú mikil spenna bæði í jarðskorpunni á Reykjanesinu sem og hjá starfsmönnum Veðurstofu Íslands, en margt bendir til þess að eldgos sé framundan.

Seinst þegar blaðamaður skrifaði sambærilega frétt hófst einmitt eldgos nánast áður en hann náði að birta, svo ljóst er að mál geta þróast hratt. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur, sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að atburðarrásin í morgunsárið hafi verið áþekk hrinunni sem varð í aðdraganda eldgossins í ágúst á síðasta ári.

Magnús Tumi sagði að það liti út fyrir að kvikuinnskot væri farið af stað, en aðeins norðar en gaus síðast. Skjálftarnir hafi raðað sér á línu sem liggi frá gosstöðvunum í Meradölum og svo norðaustur langleiðina að Keili. Líklega muni því gjósa aðeins norðar, en þó sé ekki hægt að spá fyrir um það hvort að skjálftahrinunni ljúki með gosi þó gera verði ráð fyrir því.

Yrði gosið að líkindum áþekkt því seinasta, eða annað túristagos. Þó sé mögulegt að gosið verði kraftmeira. Kvika þurfi að brjóta sér leið síðasta hlutann og stundum takist  henni það, en stundum ekki.

Ef þróunin haldi þó áfram líkt og undanfarin sólarhring megi telja að verulegur líkur séu á eldgosi á næstu dögum, þó svo að Magnúsi sé illa við að gefa út spádóma. Að minnsta kosti helmingslíkur.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í bergfræði og eldfjallafræðum, sagði í samtali við mbl.is að sjálftavirknin bendi til þess að eldgos sé væntanlegt en skjálftavirknin sé frekar grunn og megi ætla að hún sé komin ansi nærri yfirborðinu. Hafi landris greinst víðar en við Fagradalsfjall megi ætla að rúmmál kvikunnar sé töluvert. Saga eldgosa á Reykjanesi bendi til þess að dyngjugos hafi gjarnan byrjað eftir aðdraganada með smærri gosum, en dyngjugos eru mun meiri að umfangi. Víðtækustu áhrifin af slíku gosi felist í gasmengun. Eldsumbrotatímabil sé líklega komið í gang og gæti varað næstu 300 árin.

Samkvæmt heimildum DV mun kvikuinnskotið vera að færasta norðaustur frá Fagradalsfjalli og sé það að grynnka. Þetta geti þýtt að eldgos verði nær Keili og ef aðstæður leyfa þá ættu landsmenn og ferðamenn að hafa aðeins betri aðgengi að gosstöðvunum heldur en seinast, þegar ganga þurfti nokkuð langan veg til að berja eldgosið augum.

Samkvæmt gögnum frá Veðurstofu Íslands byrjaði hressileg skjálftahrina í gærkvöldi, en frá miðnætti mældust 26 skjálftar að stærð 3 eða hærri. Sá stærsti átti sér stað á níunda tímanum í morgun en hann var 4,6 að stærð og átti upptök sín 1,5 kílómetra vestur suðvestur af Keili. Klukkan 9 í morgun höfðu 1700 skjálftar mælst síðan í gær og áttu flestir sér stað eftir miðnætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg