Mikil skjálftavirkni hefur verið í Fagradalsfjall í nótt og fundu höfuðborgarbúar vel fyrir jarðhræringunum. Samkvæmt bráðabirgðamælingum Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn sem reið yfir í nótt 3,6 á Richterskvarða að stærð. Enginn merki eru þó um gosóróa.
Á vef Veðurstofunnar má sjá að yfir þúsund skjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá klukkan fjögur í gær og má búast við að skjálftavirknin haldi áfram í dag.
Land hefur verið að rísa við Fagradalsfjall síðan í byrjun apríl og hefur það verið um 1 cm á mánuði þar sem það er mest. Gæti það bent til innflæðis kviku undir fjallinu og benda líkindareikningar til þess að það sé á 15 kílómetra dýpi. Þá hefur einnig verið afmarkað merki um að land sé að síga við Reykjanestá. Slíkt sig hefur verið viðvarandi út af jarðhitavinnslu á svæðinu en undanfarið hefur hert á því. Telja sérfræðingar ekki útilokað að það tengist annarri virkni á Reykjanesskaga.
Veðurstofan hefur boðað til fundar með almannavörnum í fyrramálið til að fara yfir stöðuna og er almenningi ráðlagt að halda sér frá svæðinu í dag, til vonar og vara.