fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Jörð skelfur milli Fagradalsfjalls og Keilis – Allt bendir til yfirvofandi eldgoss

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 15:06

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 14:50 í dag höfðu frá því í gær mælst yfir 2.200 jarðskjálftar á Reykjanesi. Jarðskjálftahrinan liggur á milli Fagradalsfjalls og Keilis í norðaustur-suðausturstefnu, samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að skjálftavirkninni svipi til undanfara síðustu tveggja eldgosa á svæðinu og því sé mjög líklegt að hrinan endi með eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum.

Í morgun hafa skjálftar á svæðinu mælst á 2-3 km dýpi. Skjálftarnir hafa farið stækkandi eftir því sem liðið hefur á hrinuna og sjö skjálftar hafa mælst yfir 4 í morgun. Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Virknin er áþekk fyrri skjálftahrinum sem urðu á svæðinu í febrúar-mars og desember 2021 og í júlí-ágúst 2022. Þær hrinur urðu vegna kvikuinnskots á sömu línu. Tvær hrinanna enduðu með eldgosi (í mars 2021 og ágúst 2022).

Hrinan nú er talin vera vegna nýs kvikuinnskots á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Nánar tiltekið svipar yfirstandandandi hrinu til þeirrar sem hófst 30. júlí 2022 þegar innskot varð á sama svæði og endaði með eldgosi fjórum dögum síðar, þann 3. ágúst 2022.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum