fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Hnífsstunguárásin í nótt – „Við erum að leita að gerandanum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 13:25

Grímur Grímsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem varð fyrir hættulegri hnífstungu í nótt er úr lífshættu. Áverkar hans voru samt mjög alvarlegir. Þetta upplýsir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í samtali við DV.

„Ætli það eigi ekki við þetta sem oft er sagt, að líðan mannsins er eftir atvikum,“ segir Grímur.

„Nei, ekki ennþá. Við erum að leita að gerandanum,“ svarar Grímur þeirri spurningu hvort árásarmaðurinn sé fundinn. Hann gefur ekki upp hvort lögreglan hafi einhvern grunaðan né hvort árásarvopn hafi fundist.

„Málið kom upp stuttu eftir klukkan eitt í nótt,“ segir Grímur, en árásin átti sér stað utandyra á Laugavegi. „Við erum bæði að leita að vitnum og það voru einhver vitni á staðnum sem hefur verið talað við.“

Grímur segir að ástand brotaþolans sé þannig að lögregla geti fljótlega farið að ræða við hann.

Þess má geta að á undanförnum vikum og mánuðum hafa komið upp fjölmörg árásarmál þar sem hnífi var beitt. Tvö eru rannsökuð sem morðmál, annað kom upp á 17. júní en hitt á sumardaginn fyrsta. Einnig er til rannsóknar andlát manns sem varð fyrir höggi inni á skemmtistaðnum LÚX fyrir skömmu. Um síðustu helgi var síðan 17 ára unglingur handtekinn vegna hættulegrar árásar með eggvopni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu