fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segja upp öllu launafólki þrátt fyrir 1,7 milljón áskrifenda

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. júlí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

National Geographic, virta tímaritið sem fjallað hefur um náttúruna með fjölbreyttum hætti í yfir hundrað ár, sagði í vikunni upp þeim fáu blaðamönnum sem enn störfuðu hjá útgáfunni.

Síðasta uppsagnalota náði til 17 einstaklinga, þar á meðal blaðamanna, allra sem komu að hlaðvarpi útgáfunnar og hóps ritstjóra, en einn þeirra náði nær 40 ára starfsaldri hjá útgáfunni. Ekki er ljóst hversu margir kvöddu starf sitt í liðinni viku.

Starfsfólkinu var tilkynnt um uppsagnirnar í apríl, en þær eru hluti af niðurskurðarbylgju móðurfélagsins Disney, sem leiddi til þess að þúsundir starfa voru lögð niður hjá fjölmiðlarisanum. 

National Geographic var með meira en 1,7 milljónir áskrifenda í lok árs 2022 og mun halda áfram að gefa út mánaðarleg tölublöð segir í yfirlýsingu útgáfunnar.

„Breytingar á starfsmannahaldi munu ekki breyta getu okkar til að skila starfi okkar, heldur veita okkur meiri sveigjanleika til að segja mismunandi sögur og hitta viðmælendur okkar á heimavelli þeirra. Allar vísbendingar um að nýlegar breytingar muni hafa neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar.“

Fyrrum starfsmaður segir í samtali við CNN að launastarfsfólki verði skipt út fyrir hóp sjálfstætt starfandi rithöfunda, fyrir utan tiltekið stafrænt efni sem verður skrifað af ritstjórum innanhúss. Hjá National Geographic starfa nú aðeins tveir tilnefndir textaritstjórar, hópur svokallaðra fjölvettvangsritstjóra sem sjá um bæði prentaða og stafræna útgáfu, og hópur ritstjóra sem sjá aðeins um stafræna útgáfu blaðsins. Hjá tímaritinu starfa einnig tveir blaðamenn sem fylgjast með dýralífi og eru laun blaðamannanna fjármögnuð sérstaklega.

„Í dag er síðasti dagurinn minn hjá National Geographic. Tímaritið er að segja skilið við rithöfunda sína, þar á meðal mig,“ tísti Michael Greshko, fyrrverandi vísindablaðamaður hjá tímaritinu.

„Nýi National Geographic er nýkominn, sem inniheldur nýjasta þáttinn minn – minn 16. og minn síðasti sem háttsettur rithöfundur. NatGeo er að segja upp öllum starfsmönnum sínum,“ tísti Craig Welch.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg