fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Stefnir í sumarlangt gæsluvarðhald hjá Ástríði – „Yfirgnæfandi líkur séu á því að kærða muni halda áfram brotastarfsemi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. júní 2023 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhald yfir Ástríði Kristínu Bjarnadóttur, sem grunuð er um umfangsmikil fjársvik, var í dag framlengt um fjórar vikur, eða til 28. júlí. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segir að rannsókn málsins gangi mjög vel en málið er umfangsmikið og því miklu ólokið í rannsókninni.

Þann 2. júní var Ástríður úrskurðuð í gæsluvarðhald út júní. Sá gæsluvarðhaldsúrskurður rann út í dag, 30. júní og var gæsluvarðhald framlengt. Ekki er ólíklegt að Ástríður sitji í varðhaldi út sumarið enda er gæsluvarðhald gegn henni á grundvelli almannahagsmuna, þ.e. talið er að Ástríður haldi áfram að brjóta af sér gangi hún laus. Í rökstuðningi lögreglustjóra fyrir kröfu um gæsluvarðhald þann 2. júní sagði:

„Það er mat lögreglustjóra að kærða sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við og miðað við brotaferil kærðu að undanförnu er það jafnframt mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærða muni halda áfram brotastarfsemi fari hún frjáls ferða sinna. Hún sé haldin alvarlegri spilafíkn og virðist ganga langt til þess að fá blekkja einstaklinga til að greiða sér fjármuni eða svíkja út fjármuni með blekkingum og hefur haldið ítrekað áfram þrátt fyrir að hafa verið handtekinn í febrúar sl.“

Sjá einnig: Hátt í 400 íslenskir karlmenn hafa lagt yfir 200 milljónir inn á bankareikninga spilasjúkrar konu

Til rannsóknar eru meint svik Ástríðar gagnvart 11 karlmönnum og nema upphæðirnar samtals 25 milljónum króna. Flest bendir til að fjársvik Ástríðar séu miklu umfangsmeiri og nái a.m.k. aftur til ársins 2015. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að á undanförnum árum hafa hátt í 400 karlmenn lagt inn hjá henni samtals yfir 200 milljónir króna. Talið er að Ástríður hafi tapað öllum peningunum við fjárhættuspil.

Ástríður er sökuð um að hafa blekkt menn til að lána sér fé án þess að greiða það til baka en einnig að hafa með blekkingum fengið aðgang að rafrænum skilríkjum þeirra og stofnað til fjárskuldbindinga í nafni mannanna, t.d. látið þá taka yfirdráttarlán og millifært inn á eigin reikninga. Nokkrir meintir þolendur hennar eru þroskaskertir.

Sjá einnig: Spilasjúka konan sem situr í gæsluvarðhaldi kennir í grunnskóla í Kópavogi – Móðir þolanda segir hann hafa verið í sjálfsvígshættu

Ástríður starfaði við kennslu hjá Kópavogsskóla er hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í vor. Skólinn hefur lýst því yfir í tölvupósti til foreldra nemenda að hún hafi veri ðleyst frá störfum og muni ekki kenna við skólann áfram. Hún hefur kennt við marga aðra skóla undanfarin ár, m.a. í Kópavogi og á Álftanesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár