fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Líkamsleifar horfins leikara fundnar

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 12:00

Julian Sands árið 2011/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust síðastliðinn laugardag í San Gabriel fjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum tilheyri breska leikaranum Julian Sands sem saknað hafði verið síðan 13. janúar. Leikarinn var á göngu á svæði, í fjöllunum, sem kallað er Baldy Bowl.

BBC segir frá því að leikarinn, sem var 65 ára gamall, sé einna þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni A Room With a View frá árinu 1985. Myndin hlaut þrenn óskarsverðlaun. Sands var einnig að sögn þekktur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum 24 og Smallville.

Þegar leikarinn, sem stundaði mikið göngur í óbyggðum, hvarf var óvenju slæmt veður á Baldy Bowl svæðinu. Að sögn BBC hamlaði veðrið leitarstörfum. Snjóþungt var á svæðinu, bylir dundu á letarþyrlum með tilheyrandi ísingu og mikil snjóflóðahætta var til staðar.

Hver dánarorsök nákvæmlega var er til rannsóknar hjá lögreglunni á svæðinu.

Fjölskylda Sands lýsti, í síðustu viku, yfir kærum þökkum fyrir allt það sem yfirvöld hafa gert til að finna hann. Hún segist munu varðveita minningar um hann sem yndislegan föður, eiginmann, könnuð sem unni náttúrunni og listum og frumlegan listamann.

Í lok janúar sagði bróðir Sands, Nick Sands, sem býr enn á æskuslóðum þeirra í norðurhluta Englands að hann hefði þegar sætt sig við að bróðir sinn væri látinn.

Sands hóf leiklistarferilinn í Bretlandi og þar lék hann m.a. í Room With a View. Hann fluttist síðar til Bandaríkjanna og auk hlutverkanna í 24 og Smallville lék hann til dæmis annað aðalhlutverkið á móti Jackie Chan í kvikmyndinni The Medallion.

Julian Sands lætur eftir sig eiginkonuna Evgenia Citkowitz sem var rithöfundur en það var leikarinn John Malkovich sem kynnti þau hvort fyrir öðru. Hjónin áttu saman tvö börn og bjuggu í Los Angeles. Sands átti einnig son úr fyrra hjónabandi sínu með útvarpskonunni Sarah Sands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“