fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Tveggja milljón króna sekt frá Persónuvernd vegna alvarlegra veikleika

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. júní 2023 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd ákvað í byrjun maí að sekta Sjúkratryggingar Íslands um tvær milljónir króna, en greint er frá þessari ákvörðun á vefsíðu Persónuverndar í dag.

Málið varðar úttekt sem Persónuvernd gerði á stöðu öryggismála hjá Sjúkratryggingum. Úttektin fór fram í október árið 2021 og var úttektarákvörðun tillkynnt Sjúkratryggingum seinasta sumar.

Meðal annars fann Persónuvernd tvo öryggisveikleika sem þóttu svo alvarlegir þeir gæfu tilefni til sektarálagningar. Úr þessum veikleikum hafði þó verið bætt þegar úttektarákvörðun var tekin seinasta sumar, en engu að síður taldi Persónuvernd tilefni til að leggja á sekt í ljósi alvarleika veikleikanna nú þegar málinu var lokað.

Þessi atriði vöruðu annars vegar skort á margþátta auðkenningu til aðgangs starsfmanna og veitenda heilbrigðisþjónustu að upplýsingakerfum með heilbrigðisupplýsingum og hins vegar að notkun raungagna í þróunar- og prófunarkerfi.

Ábyrgð Sjúkratrygginga væri rík í ljósi lögbundins hlutverks stofnunarinnar, en hjá henni fer fram miðlæg vinnsla heilsufarsupplýsinga sem telur til landsins alls, eða til mikils fjölda einstaklinga. Ekki hafi verið um ásetning að ræða og hafi Sjúkratryggingar sýnt mikinn samstarfsvilja við rekstur málsins. Brugðist var við fyrirmælum Persónuverndar með fullnægjandi hætti og eins ber að geta þess að stofnunin er ekki rekin í hagnaðarskyni heldur gegnir hún almannaþjónustuhlutverki.

Í ljósi sjónarmiða um upplýsingaöryggi ákvað Persónuvernd að birta ekki sektarákvörðunina eða úttektarákvörðunina frá því í fyrra. Tveggja milljón króna sekt hefur verið lögð á Sjúkratryggingar og telst málinu nú lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg