fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þriggja barna faðir skorar á HK að gera betur – „Hreykir sér af því að vera klúbbur fólksins“ 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. júní 2023 23:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Gunnar Eiríksson, viðskiptastjóri hjá Gallup og faðir þriggja barna sem æfa fótbolta með Breiðablik, er óhress með stöðu mála þegar kemur að leikjum hjá dóttur hans.

„Ég fór að horfa á 16 ára dóttir mína spila fótboltaleik áðan þar sem hún var í liði B1 í 3. flokki. Leikurinn átti að byrja klukkan 18:00 og ég var aðeins of seinn á staðinn og hélt að leikurinn væri byrjaður. En þegar ég kem á völlinn eru stelpurnar enn bara að sparka á milli, bæði lið tilbúin að byrja leikinn en hann ekki byrjaður. Ástæðan jú það var enginn dómari mættur á leikinn,“ segir Auðunn í færslu á Facebook. 

Leikurinn fór fram á gervigrasinu fyrir utan Kórinn og segir Auðunn að 20 mínútum seinna hafi ung stúlka mætt í dómarabúning og segir Auðunn líklegt að hún hafi verið á styrktaræfingu inn í Kórnm og dregin út til að dæma. 

„Hún byrjar á því að labba að þjálfara HK og segist ekkert kunna að dæma og segir það alveg það hátt að meirihlutinn af stelpunum sem var að spila heyrir það. Ekki nóg með það þá fór hún bara í hálfleik og lét einhvern ungan strák taka við flautunni sem var engum greiði gerður að dæma þennan leik.“

Vanvirðing við stelpurnar 

„Það virðast alltaf vera til dómarar fyrir A liðin, bæði stráka- og stelpumegin, en þegar minni liðin sérstaklega hjá stelpunum spila þá standa þessi stærri lið sig oft ekki,“ segir Auðunn í samtali við DV.

„Þetta er bara svo mikil vanvirðing við þessar stelpur sem eru að leggja alveg jafn mikið á sig og aðrir, að dómarar mæta ekki einu sinni á leikinn. Það er skárra að það sé einhver 16 ára gutti að dæma en enginn og hvað þá að dómarinn mæti á svæðið og segist ekki kunna að dæma.“

Aldrei vantað dómara í leikjum sonanna

Synir Auðuns æfa með 4. og 5. Flokki og bendir hann á sem dæmi að sonur hans spilaði með 4. flokki á sama velli síðastliðinn mánudag og þá hafi ekki vantað dómara. 

„HK Fótbolti má alveg fá að heyra það í þetta skiptið. Það er alger skandall að þetta sé það sem þessum stelpum sé boðið upp á. Þetta eru ekki einhverjir krakkar sem hafa ekkert vit. HK sem hreykir sér af því að vera klúbbur fólksins hlýtur að geta þá gert betur.“

Leikurinn fór 2-2 sem voru nokkuð sanngjörn úrslit að mati Auðuns. Hann nefnir þó að honum finnist sanngjarnt að dæma gestaliði sigur ef lið reddar ekki dómara. „Ef lið getur ekki reddað dómara á tilsettum tíma þá finnst mér að það eigi þá bara að dæma gestaliðinu 3-0 sigur það væri kannski nægilegt spark í rassinn fyrir öll lið að gera þetta almennilega. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist hjá dóttir minni en merkilegt nokk hefur aldrei gerst hjá strákunum mínum né þegar dóttir mín hefur spilað með A-liðinu.“

Biður Auðunn HK vini sína að koma því áleiðis að

„svona á ekki að koma fram við neinn sem er að gera sitt besta við að stunda sína íþrótt. Þetta er líka sárt því þessar stelpur eru á þeim aldri að flestar hætta á þessum aldri og svona rugl er allavega ekki að hvetja þær til þess að halda áfram. Ég er ekki að biðja um að Kristinn Jakobsson komi og dæmi leiki. Bara að það sé dómari sem mæti til dæma en ekki einhver sem var óvart að labba framhjá.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg