fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands segir Pútín vera í miklum vanda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2023 12:58

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikhail Kasayanov var forstætisráðherra Rússlands undir stjórn Pútíns forseta á árunum 2000-2004, en var rekinn. Hann hefur síðan verið mjög gagnrýninn á stjórnarhætti Pútíns.

Kasayanov segir í viðtali við BBC að atburðir helgarinnar hafi veikt mjög stöðu Pútíns og séu upphafið að endinum hjá honum. „Hann er í miklum vandræðum núna,“ segir Kasayanov.

Sjá einnig: Ekki í anda Pútíns að veita Wagner-liðum sakaruppgjöf

Prigozhin, foringi Wagner málaliðahópsins, lýsti yfir uppreisn gegn rússneskum stjórnvöldum í gærmorgun og málaliðasveitirnar stormuðu inn í Rússland. Seint í gær lýsti Prigozhin því yfir að uppreisninni væri lokið og Wagne-sveitirnar héldu frá Rússlandi. Prigozhin dvelst nú í Belarus í skjóli einræðisherra landsins, Alexander Lukashenko, sem hefur beitt sér fyrir sáttum í deilunni. Lukashenko lýsti því yfir í gær að málaliðarnir yrðu ekki sóttir til saka.

Kasayanov segist telja að Prigozhin muni fara frá Belarus til Afríku og leynast í frumskógunum þar. „Herra Pútín getur ekki fyrirgefið honum þetta,“ segir Kasayanov. Hann segir að málaliðaforinginn hafi með aðgerðum sínum eyðilagt stöðuleika Pútíns og því muni líf hans verða í hættu upp frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða