fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sigmar seldi húsið fyrir skuldum – „Ég einfaldlega stend við mínar skuldbindingar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. júní 2023 09:00

Sigmar Vilhjálmsson seldi leigufélaginu húsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því á þriðjudag að Sigmar Vilhjálmsson veitinga- og athafnamaður hefði selt húsið sitt við Kvíslartungu í Mosfellsbæ til Ölmu leigufélags. Kaupsamningi var þinglýst í byrjun júní.

Sigmar setti húsið á sölu í mars og fór fram á 149,5  milljónir króna fyrir eignina. Húsið var á söluskrá í  tvo mánuði en þá greindi Sigmar frá því að hann hefði tekið húsið úr sölu og væri hættur við fyrirætlanir sínar. 

Sigmar fór yfir söluna á húsinu í hlaðvarpi sínu og Huga Halldórssonar, 70 mínútur. Sigmar keypti húsið sem er endaraðhús í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og segist hann aldrei hafa búist við að það ástand myndi hafa jafn víðtæk áhrif. Sigmar er eigandi Minigarðsins í Skútuvogi og segir stöðu fyrirtækisins hafa verið erfiða í faraldrinum og eftir hann, en fyrirtækið hafi ekki fengið krónu í ríkisstyrki. Segir Sigmar fjármálaráðherra hafa tjáð honum að ríkið sé mögulega bótaskylt vegna þessa, en hann hafi ekki efni á að láta reyna á málarekstur fyrir dómstólum á hendur ríkinu. 

„Frá­bær­ir birgjar hafa staðið með okk­ur í þessari baráttu. Síðan kemur að skuldadögum og þá er ansi hátt fjall sem þarf að greiða. Allir peningar sem koma inn fara í að greiða skuldir. Margir sögðu mér að það væri bara einfaldast að láta fyrirtækið rúlla, fara á hausinn. Það myndu allir hafa skilning á því, ég myndi svo bara skipta um kennitölu og halda áfram. Ég get bara ekki til þess hugsað að snúa baki við mönnum og ætla að láta þá brenna. Ég einfaldlega stend við mínar skuldbindingar. Ég átti kost á að láta þetta flakka, eða ég stend við mín loforð. Ég ákveð að selja húsið og hluti af söluverðinu fór í að hreinsa upp skuld sem lá á félaginu. Þetta er ekki hlutur sem ég hafði áhuga á að ræða opinberlega,“ seg­ir Sigmar og segist vilja útskýra málið þar sem salan rataði í fjölmiðla. 

Ég má hundur heita og ég klára þá fyrirgreiðslu sem ég fékk hjá birgjum. Það er þekkt í bransanum, veitingabransanum, að menn skipta um kennitölur. Þú getur ímyndað þér skömmina sem yrði sett á mig og mín börn ef ég myndi gera það. Ég vil einfaldlega standa við gefin loforð.

Sigmar gerði leigusamning um húsið til tveggja ára og mun því búa þar áfram. 

„Von­andi verður staðan hjá mér sú að ég get keypt húsið aft­ur að tveim­ur árum liðnum. Þetta er staðan. Það má kalla mig ýms­um nöfn­um, en þú kallar mig ekki mann sem stendur ekki við það sem hann segir, af því það geri ég alltaf. Aldrei segja að ég standi ekki við það sem ég segi,“ seg­ir Sigmar í hlaðvarpinu.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“