fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Hörður snapchatperri þarf að greiða 13 börnum skaðabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 16:27

Tvær andlitsmyndir af Herði sem hann sendi börnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll í dag í Landsrétti yfir Herði Sigurjónssyni, öðru nafni Herði snapchatperra, vegna ótal stafrænna kynferðisbrota gegn stúlkubörnum niður í 11 ára aldur.

Segja má að Hörður hafi varið meginhluta ársins 2021 í að áreita stúlkubörn með klámfengnum skilaboðum á Snapchat. Hann bað stúlkurnar um að hitta sig en sem betur fer virðist engin hafa þekkst boðið. Hann ritaði klámfengin skilaboð til stúlknanna og sendi þeim klámmyndir, einni sendi hann meðal annars mynd af getnaðarlim og mynd af endaþarmsmökum.

Á tímabili áreitti Hörður fjölmörg börn í sama skólanum og klæmdist jafnvel við þau eldsnemma á morgnana. Foreldrar barnanna tóku sig saman og kærðu athæfi hans til lögreglu.

Sjá einnig: „Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

Þetta átak varð til þess að Hörður var loksins hnepptur í gæsluvarðhald, átta dögum síðar, en hann hefur setið í fangelsi frá 9. desember árið 2021.

Hörður er á miðjum sjötugsaldri og er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Hann hvarf niður í undirheimana einhvern tíma í kringum aldamótin. Árið 2006 var hann einn af þeim sem reyndu að hitta 13 gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættinum Kompás, og árið 2009 var hann handtekinn fyrir stórfellt kókaínsmygl í Argentínu.

Landsréttur staðfesti fangelsisdóm héraðsdóms yfir Herði og dæmdi hann í þriggja ára fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald frá 9. desember 2021, sem þýðir að Hörður losnar úr fangelsi í síðasta lagi í desember árið 2024. Búast á við því að honum verði sleppt fyrr þar sem sjaldgæft er að menn sitji af sér fulla fangelsisdóma, yfirleitt kemur til reynslulausnar eftir að um tveir þriðju af refsingu hafa verið afplánaðir.

Landsréttur dæmir Hörð auk þess til að greiða 13 stúlkubörnum miskabætur. Átta fá 400 þúsund krónur í bætur hver og fimm fá 500 þúsund krónur hver.

Dóma héraðsdóms og Landsréttar má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós