fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. júní 2023 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var kveðinn upp dómur í mjög óvenjulegu máli við Héraðsdóm Reykjavíkur. Um var að ræð einkamál þar sem Bandaríkjamaðurinn og skákmaðurinn Noah Siegel, stefndi Páli G. Jónssyni, sem oftast er kenndur við verslun sína Polaris, og krafðist riftunar á kaupum á forláta taflborði.

Siegel keypti taflborð, taflmenn og skákklukku af Páli árið 2012 en munirnir tengjast allir einvígi aldarinnar, þ.e. heimsmeistaraeinvíginu árið 1972, sem haldið var í Laugardalshöll en þar áttust við Bandaríkjamaðurinn Robert Fisher og Sovétmaðurinn Boris Spassky.

Nokkur falleg skákborð voru hönnuð og smíðuð í tilefni einvígisins en Páll keypti suma af skákmunum einvígisins af Skáksambandi Íslands árið 1975 til að styrkja fjárhagsstöðu þess sem var á þeim tíma mjög bágborin. Siegel keypti síðan umrætt taflborð af Páli undir þeim formerkjum að það hefði verið notað í einvíginu. Árið 2021 telur hann sig síðan hafa komist að því að skákborðið var ekki á meðal þeirra borða sem Fisher og Spassky tefldu á þó að það hafi verið smíðað í tengslum við einvígið. Vildi hann því rifta kaupunum.

Siegel greiddi Páli 185.000 dollara fyrir skákborðið árið 2012, eða andvirði um 27 milljóna íslenskra króna. Hann vildi skila borðinu og fá summuna endurgreidda með vöxtum.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er saga taflborðsins og annarra muna sem hannaðir voru í kringum skákeinvígið fræga rakin nokkuð ítarlega. Er það niðurstaða dómsins að skákborð þetta hafi ekki verið notað í einvígisskákum Fishers og Spasskys. Hins vegar telur dómurinn Siegel hafa þá sönnunarbyrði að sýna fram á að Páll hafi ekki verið í góðri trú um uppruna borðsins þegar hann seldi honum það. Er það niðurstaða héraðsdóms að ekki sé sannað að Páll hafi ekki vitað að borðið var í raun ekki notað í einvíginu.

Páll G. Jónsson er því sýknaður af kröfum Noah Siegel og Bandaríkjamaðurinn þarf auk þess að greiða honum 2,4 milljónir króna í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum