fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Landsréttur sneri við dómi í óvenjulegu erfðamáli – Börn látinnar konu töldu sig hlunnfarin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. júní 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kvað Landsréttur upp dóm í máli sem varðar lagaleg atriði sem sjaldan reynir á. Málið laut að endurgreiðslu arfs vegna erfingja sem töldu að gengið hefði verið framhjá sér við skipti dánarbús.

Tekist var á um eigur hjóna sem höfðu gifst árið 1987. Hjónin áttu samtals sjö börn en ekkert saman. Konan lést árið 1997 en eiginmaðurinn árið 2018. Eftir lát konunnar sat maðurinn í óskiptu búi. Við lát hans skiptu börn hans fjögur búinu í einkaskiptum. Töldu börn konunnar að gengið hefði verið framhjá þeim við skiptin. Kröfðust þau hvert um sig, en þau eru þrjú, arfshluta úr hendi barna föðurins. Hljóðað krafan upp á vel rúmlega 11 milljónir fyrir hvert og eitt.

Héraðsdómur Reykjaness féllst á þessa kröfu í febrúar árið 2022 en börn föðurins áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur sneri dómnum við og féllst á kröfu barna föðurins um að kröfugerðin uppfyllti ekki fyrirmæli 2. mgr. 84. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Í ákvæðinu segir að sá sem telur framhjá sér engið við skipti á dánarbúi geti krafið hvern þann fyrir sig, sem naut arfs í hans stað ,um endurgreiðslu fyrir sitt leyti. Samkvæmt þessum fyrirmælum áttu hver barna konunnar fyrir sig að hafa uppi sjálfstæða kröfu á hendur hverju barna mannsins fyrir sig, en ekki kröfu um óskipta greiðslu líkt og gert var. Því var það niðurstaða Landsréttar að vísa málinu frá héraðsdómi.

Lögmaður barna föðurins var Sævar Þór Jónsson en Þórdís Bjarnadóttir flutti málið fyrir barna konunnar.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki