fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

GPS-kerfið er óvirkt í Moskvu – Ástæðan er stríðið í Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2023 08:00

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að drónaárás var gerð á Kreml hefur GPS-kerfið í Moskvu ekki virkað sem skyldi. Miklar truflanir hafa verið á virkni þess og hefur það valdið borgarbúum töluverðum óþægindum og reitt marga til reiði.

Til dæmis eiga borgarbúar oft á tíðum erfitt með að nota snjallúr til að mæla hversu langt þeir hlaupa hverju sinni og leigubílaöpp eru oft á tíðum óvirk og því erfitt að ná í leigubíl.

Rússneskir fjölmiðlar segja að yfirvöld telji sig nauðbeygð til að trufla GPS-kerfið vegna hættunnar á drónaárásum Úkraínumanna. Sérstök áhersla er lögð á að trufla kerfið nærri Kreml. Þegar virkni kerfisins er trufluð geta stjórnendur dróna ekki vitað nákvæmlega hvar þeir eru og þá er erfitt að stýra þeim á ákveðið skotmark.

Þessi truflun á kerfinu veldur einnig vandræðum fyrir snallsíma, snjallúr og önnur tæki sem notast við GPS.

Borgarbúar hafa látið óánægju sína með þetta í ljós á samfélagsmiðlum. Þeir kvarta undan að snjallúrin þeirra skrái hlaupatúrana þeirra ekki rétt og því eigi þeir í erfiðleikum með að fylgjast með frammistöðu sinni.

GPS-kerfið hefur ítrekað verið truflað eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu en truflanirnar hafa færst mjög í aukana eftir drónaárásina á Kreml.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla