fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Drónaárásin á Moskvu kemur Pútín í ákveðinn vanda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. maí 2023 04:15

Vladimir Pútín Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir íbúar í hverfum efnafólks vestan við Moskvu og í suðvesturhluta borgarinnar hrukku upp af svefni í gærmorgun þegar fjölda dróna var flogið á byggingar í og við borgina. Flestir telja að drónarnir hafi verið á vegum Úkraínumanna og að um 25 slíkir hafi lent á byggingum.

Árásin sýndi, eins og árásin sem var gerð á Kreml í byrjun mánaðarins, að rússneskar loftvarnir eru langt frá því að vera nægilega góðar.

Skotmörkin að þessu sinni voru ekki eins áberandi og þegar ráðist var á stjórnarbyggingar í Kreml en samt sem áður vöktu árásir næturinnar mikla athygli.

Talið er að um 10 drónar hafi hæft svæði vestan við Moskvu en þar búa mjög margir áhrifamiklir stjórnmálamenn og aðeins eru um 10 km að heimili Vladímír Pútíns í Novo-Ogariovo.

„Við verðum að viðurkenna að hér er um nýjan veruleika að ræða. Úkraínsk skemmdarverk og hryðjuverk munu bara færast í aukana,“ sagði Aleksandr Khinstein, þingmaður, að sögn Republic.

Úkraínsk stjórnvöld vísuðu því á bug að hafa staðið á bak við árásirnar en voru raunar ansi tvíræð í yfirlýsingum sínum.

Sérfræðingar hafa bent á að drónarnir hafi verið af gerðinni UJ22 en slíkir drónar voru notaðir við árás á stórborgina Krasnodar í suðurhluta Rússlands um síðustu helgi. Drónar af þessari tegund geta flogið allt að 800 km með 20 kg af sprengiefni.

Rússnesk yfirvöld reyndu strax eftir árásirnar að draga úr umræðunni um umfang þeirra og sögðu að þeir sem ræddu um þær á samfélagsmiðlum ættu á hættu að verða sóttir til saka.

Árásir hafa verið gerðar á Rússa að undanförnu. Umfangslitlar árásir sem hafa þó vakið mikla athygli og sýnt fram á veikleika rússneskra varna.  Rússneskir hópar, sem eru staðsettir í Úkraínu, réðust inn í Belgorod í Rússlandi í síðustu viku. Áður hafði svipuð árás verið gerð í Brjansk héraðinu. Ráðist var á herskipið Ivan Khurs í Svartahafi í síðustu viku með þremur ómönnuðum bátum.

Úkraínumenn hafa gefið í skyn að þeir séu nú reiðubúnir til að hefja stórsókn gegn rússneska innrásarliðinu. Árásir, eins og hafa verið gerðar að undanförnu, geta neytt Rússa til að dreifa hersveitum sínum og mikilvægum vopnakerfum, til dæmis loftvarnarkerfum.

Það er heldur ekki hægt að líta fram hjá sálfræðilegum áhrifum árása af þessu tagi því þær sýna fram á hversu illa rússneski herinn stendur að vígi og geta ýt undir klofning innan hans og í Rússlandi.

Nú verður Pútín að reyna að sannfæra þjóð sína um að allt sé í himnalagi og ekkert sé að óttast þótt úkraínskir drónar hafi valdið smávegis tjóni í Moskvu. En ef árásum af þessu tagi verður haldið áfram verður sífellt erfiðara fyrir Pútín að sannfæra þjóð sína um að allt sé í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur