fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Næturlífið í Reykjavík í nótt breyttist í martröð – Fór heim með tveimur konum en ekki var allt sem sýndist

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. maí 2023 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður ákvað að gera sér glaðan dag, eða gott kvöld, í gær og skellti sér á næturlífið í miðbænum. Þar rakst hann á tvær konur og fór með þeim heim, en greint er frá málinu í dagbók lögreglunnar. Skyndilega tók nóttin á sig aðra mynd þegar konurnar tjáðu manninum að þær væru í raun vændiskonur og vildu að hann borgaði fyrir þjónustu þeirra. Það var maðurinn ekki tilbúinn að gera. Þá tóku konurnar upp vopn, hótuðu manninum og höfðu af honum fjármuni. Maðurinn hringdi á lögreglu eftir atvikið sem hefur málið til rannsóknar en ekki mun liggja fyrir að svo stöddu hverjar umræddar konur eru, en málið er rannsakað sem rán.

Eins var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna aðila sem var til ama í miðbænum en hann er sagður hafa brotið rúðu og ráðist á fólk. Lögreglan handtók manninn og er málið til rannsóknar. Eins var tilkynnt um eignaspjöll á rútum þar sem fjöldi rúða hafði verið brotinn og er tjónið talið hlaupa á milljónum króna. Svo var tilkynnt um þjófnað úr verslun og innbrot í gáma þar sem skóm var stolið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“