Margir huga á ferðalög erlendis í sumar og flestir reiða sig á farsíma til samskipta og upplýsingaleitar. Mikilvægt er að kynna sér vel kostnað vegna símtala og gagnanotkunar á áfangastað til að minnka líkur á óvæntum útgjöldum að ferðalagi loknu.
„Við finnum að okkar viðskiptavinir hafa verið á faraldsfæti síðustu vikurnar og aukning hefur verið á fyrirspurnum til þjónustuvers um hvernig best sé að tryggja áframhaldandi lágan kostnað við notkun á farsímum erlendis. Margir eru vanir að nota farsímann ekki bara til samskipta heldur eru flestir með aðgengi að mikilvægum gögnum fyrir bókanir tengt ferðalögum í símanum. Einnig nota margir símann sem leiðarvísir á ókunnugum stöðum. Því er mikilvægt að tryggja gott aðgengi að símtölum og gagnamagni á sanngjörnu verði hvar sem er í heiminum,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone í tilkynningu. Viðskiptavinir Vodafone greiða sama gjald og á Íslandi fyrir símtöl og sms í EES og EU löndum að sögn Sesselíu. Einnig eru allar þjónustuleiðir Vodafone með gagnamagn til notkunar í þessum löndum. ,,Viðskiptavinir okkar ættu því að geta notað farsímann áhyggjulaust á ferðalögum sínum innan Evrópu. Utan Evrópu biðlum við til viðskiptavina að kynna sér vel gjaldskrá í hverju landi til að eiga ekki á hættu að fá óvænta símareikninga eftir ferðalög.“ Hjá Vodafone er einnig hægt að fá sérstakan Ferðapakka á daggjaldi fyrir ferðalög utan Evrópu. Innifalið í Ferðapakkanum eru símtöl og sms á innanlandsgjaldi ásamt 500 mb gagnamagni á dag. Sesselía segir að ekki þurfi að skrá sig úr Ferðapakkanum við heimkomu þar sem að rukkun hættir sjálfkrafa. ,,Ferðapakkinn er vinsæl lausn fyrir þá sem að vilja nota símann áhyggjulaust utan Evrópu,“ segir Sesselía.