Kínverski stórmeistarinn Ding Liren tryggði sér nú fyrir stundu heimsmeistaratitilinn í skák með sigri á rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi í bráðabana. Ding Liren er þar með sautjándi heimsmeistari sögunnar í skák sem og fyrsti Kínverjinn sem hampar titlinum.
Einvígið var jafnt eftir fjórtán kappskákir, 7-7 þar sem að Nepomniachtchi hafði frumkvæðið lengi vel. Bráðabaninn var með svipuðu sniði. Rússinn virtist pressa til sigurs en Ding Liren varðist fimlega og fann lausnir á öllum vandamálum í fyrstu þremur skákunum sem enduðu með jafntefli.
Allt virtist benda til þess að fjórða skákin myndi enda með jafntefli og stytta þyrfti tíma keppenda enn frekar. Þegar jafntefli blasti við lék Ding Liren ótrúlegum leik – Hg6!? – sem mun sennilega fara í sögubækurnar. Skyndilega var ljóst að hann ætlaði sér að tefla til vinnings og það virtist koma Rússanum í opna skjöldu.
Hann náði ekki að aðlaga sig að hinni breyttu stöðu á borðinu, glutraði taflinu niður og Ding Liren hafði sögulegan sigur.
Self-pinning for immortality. Congrats Ding!! https://t.co/pswA5g6bz9
— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) April 30, 2023
Ding Liren, the first Chinese player to hold the title, is the new world chess champion. This marks a historic moment as both the men’s and women’s world champions in chess are now from China. pic.twitter.com/UrKWLW48cs
— Olimpiu Di Luppi (@olimpiuurcan) April 30, 2023