fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ding Liren nýr heimsmeistari í skák

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 30. apríl 2023 13:35

Ding Liren - sautjándi heimsmeistarinn í skák

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski stórmeistarinn Ding Liren tryggði sér nú fyrir stundu heimsmeistaratitilinn í skák með sigri á rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi í bráðabana. Ding Liren er þar með sautjándi heimsmeistari sögunnar í skák sem og fyrsti Kínverjinn sem hampar titlinum.

Einvígið var jafnt eftir fjórtán kappskákir, 7-7 þar sem að Nepomniachtchi hafði frumkvæðið lengi vel. Bráðabaninn var með svipuðu sniði. Rússinn virtist pressa til sigurs en Ding Liren varðist fimlega og fann lausnir á öllum vandamálum í fyrstu þremur skákunum sem enduðu með jafntefli.

Allt virtist benda til þess að fjórða skákin myndi enda með jafntefli og stytta þyrfti tíma keppenda enn frekar. Þegar jafntefli blasti við lék Ding Liren ótrúlegum leik – Hg6!? – sem mun sennilega fara í sögubækurnar. Skyndilega var ljóst að hann ætlaði sér að tefla til vinnings og það virtist koma Rússanum í opna skjöldu.

Hann náði ekki að aðlaga sig að hinni breyttu stöðu á borðinu, glutraði taflinu niður og Ding Liren hafði sögulegan sigur.

Fráfarandi heimsmeistari – Magnus Carlsen – var snöggur að senda hamingjuóskir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“