fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stjúpbræðurnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. apríl 2023 12:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari við Héraðsdóm Suðurlands hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um að tveir menn, sem handteknir voru í tengslum við rannsókn lögreglu  á andláti konu á þrítugsaldri  í heimahúsi á Selfossi í fyrradag, verði úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald.

Fram hefur komið að dómarinn óskaði eftir því í gær að nýta sér sólarhringsfrest til að fara yfir gögn málsins og meta hvort þörf væri á gæsluvarðhaldi í málinu.

Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 5. maí næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Eins og DV greindi frá í morgun eru mennirnir stjúpbræður en sá eldri er fæddur árið 1997 en sá yngri er fæddur ári síðar. Sá hefur komið við sögu lögreglu áður en sumarið 2022 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir ýmis brot meðal annars tvær líkamsárásir, akstur undir áhrifum sem og hótanir og tilraun til þess að ráðast á lögreglumann á vakt.

Rannsókn lögreglu heldur áfram af fullum þunga og hefur Lögreglustjórinn á Suðurlandi notið aðstoðar meðal annars  tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem og Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ekki er hægt að veita frekari uppýsingar vegna málsins á þessari stundu vegna ríkra rannsóknarhagsmuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“