Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Magnús Aron Magnússon í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað nágranna sínum, Gylfa Bergmann Heimissyni í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Vísir greindi fyrst frá.
Aðalmeðferð í málinu fór fram í mars síðastliðnum þar sem Magnús Aron gaf meðal annars skýrslu sem nánar má lesa um hér.
Auk þess að sæta 16 ára fangelsi var Magnús dæmdur til að greiða samtals bætur upp á rúmar 30 milljónir króna, þar á meðal föður, systkinum og börnum Gylfa.