fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Gleraugnastríð í Reykjanesbæ – Snuðuð um laun því hún var að opna fyrirtæki til höfuðs vinnuveitandanum

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 18:00

Gleraugnamarkaðurinn í Reykjanesbæ nötrar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur kveðið upp þann úrskurð að Miðbaugur ehf, rekstrarfélag gleraugnaverslananna Optical Studio, verði að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum tæpar 2 milljónir króna í laun og önnur starfshlunnindi. Umræddur starfsmaður, sem er sjóntækjafræðingur að mennt, sagði upp störfum hjá fyrirtækinu eftir langt starf í verslun félagsins í Reykjanesbæ og tilkynnti um stofnun annarrar gleraugnaverslunar, Reykjanes Optikk ehf., í samkeppni við fyrrum vinnuveitanda sinn.

Óheimilt að hætta að borga laun

Þegar forsvarsmenn Miðbaugs ehf. voru upplýstir um fyrirætlanir sjóntækjafræðingsins,  hættu þeir þegar í stað að greiða henni uppsagnarfrestinn á grundvelli þess að hún væri að undirbúa samkeppnisrekstur meðfram störfum sínum. Héraðsdómur komst þó að þeirri niðurstöðu að það hafi verið óheimilt.

Í dómnum kemur fram að sjóntækjafræðingurinn hafi hafið störf hjá Miðbaugi ehf. árið 1999. Á fundi þann 26. janúar 2022 hafi hún sagt upp störfum á fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins og tilkynnt þá um fyrirætlanir sínar að stofna verslun í Reykjanesbæ í samkeppni við Optical Studio og að hún hafi rætt við tvo reynslumikla starfsmenn Miðbaugs ehf.  og boðið þeim að taka þátt í verkefninu. Það hafi síðan orðið ofan á en starfsmennirnir hættu báðir störfum hjá Miðbaugi nokkru síðar.

Rúmri viku eftir að sjóntækjafræðingurinn sagði upp störfum var viðkomandi tilkynnt með bréfi að ráðningasamningnum yrði slitið og að Miðbaugur ehf. myndi ekki greiða það sem eftir væri af uppsagnarfrestinum.

Vildi meina að um alvarlegt trúnaðarbrot væri að ræða

Fyrir dómi hélt lögmaður Miðbaugs því fram að sjóntækjafræðingurinn hefði gerst sek um alvarlegt trúnaðarbrot og þar með fyrirgert samningi sínum. Meðal annars hefði viðkomandi, í félagi við hina starfsmennina tvo, unnið að því að koma á samningssambandi við birgja Miðbaugs ehf. á meðan ráðningarsamningurinn var í gildi.

Í málsástæðum sjóntækjafræðingsins kom fram að hún hafnaði öllum ásökunum um trúnaðarbrot.  að samkeppnisrekstur hæfist ekki þegar að einkahlutafélag væri stofnað og var vísað í dómafordæmi um það atriði. Þá sé heimilt að ráða sig til samkeppnisaðila á uppsagnarfresti og hefja þar störf eftir að uppsagnarfresti lýkur.

Sjóntækjafræðingurinn hóf ekki rekstur Reykjanes Optikk ehf. fyrr en í apríl 2022 og því fór hún fram á tveggja mánaða launagreiðslu auk annarra hlunninda.

Rekstur hófst ekki fyrr en eftir að uppsagnarfresti lauk

Niðurstaða dómstólsins var að þrátt fyrir að ljós væri að undirbúningur að samkeppnisrekstrinum hefði hafist á meðan sjóntækjafræðingurinn starfaði fyrir Miðbaug ehf. þá hefði sá rekstur ekki hafist formlega fyrr en eftir að uppsagnarfresti viðkomandi lauk. Þá hafi sönnur ekki verið færðar á það að starfsmennirnir hafi reynt að komast yfir viðkvæmar upplýsingar um viðskiptasambönd á meðan undirbúningi nýja fyrirtækisins stóð.

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness var því sú að Miðbaugur ehf. skyldi greiða sjóntækjafræðingnum 1.858.306 krónur auk dráttarvaxta. Þá skyldi fyrirtækið greiða 750 þúsund krónur í málskostnað.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“