fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Manndráp við Fjarðarkaup – Lögreglan telur sig með skýra mynd af atburðarásinni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 17:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í síðustu viku miðar vel segir í tilkynningu frá LRH rétt í þessu. Fjórir voru handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl, líkt og fram hefur komið, en hinum sömu var enn fremur gert að sæta einangrun á meðan á því stendur.

Yfirheyrslur hafa staðið yfir undanfarna daga, en að þeim loknum í gærkvöld var einangrun fjórmenninganna aflétt. Lögreglan telur sig í meginatriðum hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni sem leiddi til dauða mannsins.

Vegna umfjöllunar og umræðu um andlátið vill lögreglan taka fram að hingað til hefur ekkert komið fram við rannsókn hennar sem bendir til þess að þjóðerni hins látna hafi haft með málið að gera. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna

Ný skýrsla – Hætta á efnahagslegu hruni í Rússlandi vegna bónusgreiðslna til hermanna
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kremlverjinn sem er úlfur í sauðargæru og hefur góðar ástæður fyrir að hóta Vesturlöndum

Kremlverjinn sem er úlfur í sauðargæru og hefur góðar ástæður fyrir að hóta Vesturlöndum
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag

Ísland langdýrast heim að sækja – Þessu getur Kaninn búist við að eyða á dag