fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Fjögur úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir morðið við Fjarðarkaup – Ágreiningur á bar leiddi til uppgjörs á bílastæðinuFjarðarkaup, Lögreglumál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 22:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir einstaklingar, þrír piltar og stúlka, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl vegna morðsins við Fjarðarkaup í gærkvöldi. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að ungmennin væru á aldrinum sextán til nítján ára.

Þau eru grunuð um að hafa ráðist á pólskan karlmann á þrítugsaldri á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í gærkvöldi. Vegfarandi varð vitni að árásinni og hringdi á lögregluna sem var fljót á vettvang. Var maðurinn sem ráðist var á illa særður, eftir fleiri en eina hnífstungu, og lést hann á sjúkrahúsi nokkru síðar.

Komið hefur fram að engin tengsl hafi verið milli íslensku ungmennanna og fórnarlambsins. Herma heimildir DV að ungmennin hafi hitt á manninn á nærliggjandi bar og þar hafi kastast í kekki milli þeirra. Sá ágreiningur hafi leitt til uppgjörsins á bílastæðinu.

Lögregla rannsakar nú málið og skoðar myndbandsupptökur af svæðinu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV að lögreglan teldi sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar

32 meintir útsendarar Rússa í haldi pólsku lögreglunnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“

Friðrik tætir í sig frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi – „Fyrrum verkalýðsleiðtoginn í mér gat ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fréttir
Í gær

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Í gær

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt