fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Sigurjón, Þórkatla og Ragnar þurfa að borga þrotabúi verktakafyrirtækisins 85 milljónir

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 19:23

Brotafl kom að uppbyggingu fangelsisins á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að fyrrum eigendur verktakafyrirtækisins Brotafls beri að greiða þrotabúi þess rúmar 85 milljónir króna. Lögmaður þrotabúsins fór fram á að þremenningarnir, parið Sigurjón G. Halldórsson og Þórkatla Ragnarsdóttir sem og Ragnar Þórarinsson, yrði gert að greiða þrotabúinu alls rúmar 300 milljónir króna en til vara áðurnefndar 85 milljónir króna sem fallist var á.

Brotafl var umfangsmikið verktakafyrirtæki á árum áður en Sigurjón og Ragnar voru stofnefndur fyrirtækisins en Þórkatla, sambýliskona Sigurjóns, var einskonar fjármálastjóri félagsins þrátt fyrir að vera ekki á launskrá þess. Var hún með prókúra á reikningum félagsins.

Sjá einnig: Hjónin Sigurjón og Þórkatla sögð höfuðpaurarnir í umfangsmiklum skatta- og bókhaldsbrotum Brotafls og Kraftbindinga

Sakfelld fyrir auðgunarbrot í febrúar

Brotafl var tekið til gjaldþrotaskipta í lok árs 2017 en síðar var höfðað mál gegn Sigurjóni og Þórkötlu, ásamt öðrum, fyrir stórfelld auðgunarbrot í rekstri félagsins. Voru þau meðal annars ákærð fyrir að gefa út tilhæfulausa reikninga á hendur fjórum öðrum félögum sem æskuvinur Ragnars, sem var í óreglu, var í forsvari fyrir. Áttu þau þannig að hafa náð miklum fjármunum út úr rekstri félagsins. Voru Sigurjón og Þórkatla, auk æskuvinarins, sakfelld í dómi sem féll á dögunum en hefur ekki enn verið birtur á vef dómstólanna.

Þar viðurkenndi æskuvinurinn að hafa útbúið reikninga á hendur Brotafli í samræmi við skipanir Þórkötlu. Þegar reikningarnir fengust greiddir hafi hann tekið fjármunina út í reiðufé og látið Þórkötlu hafa þá.

Sjá einnig: Kennitöluflakkarar hlutu stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Þjófnaðurinn setti félagið í þrot

Þrotabúið höfðaði síðan mál á hendur Sigurjóni, Þórkötlu og Ragnari til þess að freista þess að fá fjármunina, sem stolið hafði verið úr félaginu, endurgreidda enda hafði athæfi þeirra skaðað hagsmuni félagsins verulega. Án þjófnaðarins hefði félagið ekki þurft að vera tekið til gjaldþrotaskipta.

Niðurstaða héraðsdóms var eins og áður segir sú að fallast á varakröfu þrotabúsins um greiðslu upp á rúmar 85 milljónir króna. Var Þórkötlu gert að endurgreiða þrotabúinu rúmar 65 milljónir króna, Sigurjóni gert að greiða rúmlega 10 milljónir króna og Ragnari rúmar fjórtán milljónir. Þá var fasteign í eigu Þórkötlu kyrsett fyrir rúmar 62 milljónir króna.

Þá var þremenningunum gert að greiða sameiginlega þrjár milljónir króna í málskostnað.

Hægt er að lesa umfangsmikinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér.
.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“