fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Reiknað er með að hægt sé að draga úr rýmingum vegna snjóflóðahættu eftir hádegi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. apríl 2023 12:36

Björgunarfólk á Neskaupsstað undirbýr sig til brottfarar. Mynd/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Austurlandi fundaði með Veðurstofu Íslands í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála og hugsanlegar afléttingar á rýmingum. Í tilkynningu segir að enn sé verið að meta aðstæður en þá sé gert ráð fyrir afléttingum í dag, en ekki er ljóst hversu víðtækar þær verða.

Dregið hefur úr snjóflóðahættu eftir að hlýnaði til fjalla en krapflóðahætta hefur þó aukist. Ekki er þó talin hætta á skriðum.

Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar en hreyfing hefur ekki mælst og er grunnvatnsstaða lág.

Um hádegi á að stytta upp og kólna þegar það líður á daginn og þá dregur frekar úr snjóflóðahættu og fer að draga úr krapflóðahættu. Í tilkynningur segir að reiknað sé með að hægt sé að draga úr rýmingum eftir hádegi. Meta þurfi þó krapflóðahættu eftir því sem líður á daginn.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg mun flest af því björgunarfólki sem hélt í vikunni til Austfjarða til aðstoðar heimafólki, halda aftur heim.

„Þeir sem nú snúa heim voru meðal annars aðgerðastjórnendur, öryggistjórar, undanfarar, hundateymi, og almennt björgunarfólk. Þetta björgunarfólk kom meðal annars frá Höfn, Hellu, Vestmannaeyjum, Laugarvatni, Eyrarbakka, Hveragerði, Grindavík, Akranesi, Hnífsdal, Ísafirði, Skagaströnd, úr Skagafirði, frá Akureyri, Húsavík Mývatni og úr Aðaldal, auk höfuðborgarsvæðisins. Á þessari upptalningu sést að björgunarfólk af öllu landinu kom til aðstoðar heimamönnum á Austurlandi, en þar voru allar björgunarsveitir á svæðinu virkjaðar.

Þau tæki Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem send voru austur og voru til staðar á Austurlandi, voru meðal annar snjóbílar og snjósleðar, jeppar, fólksflutningabílar, vörubílar, drónar auk báta og björgunarskipa.

Bækistöðvar björgunarsveita á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði voru nýttar til stjórnunar aðgerða og jafnvel sem gistirými fyrir utanaðkomandi björgunarfólk.“

Aðgerðir hafa verið viðamiklar og hafa aðgerðarstjórnendur haft í mörg horn að líta undanfarna daga. Nú sé þó komið að heimför og muni flestir yfirgefa Egilstaði með flugi klukkan 16 í dag.

Björgunarfólk undirbýr sig til brottfarar á Nespkaupsstað. Mynd/Landsbjörg

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“