fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Edda Falak braut lög

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. mars 2023 16:29

Edda Falak Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að Edda Falak blaðamaður Heimildarinnar hafi brotið lög um friðhelgi einka­lífs­ins með því að birta hljóðupptöku af samskiptum mæðgna í hlaðvarpsþætti sínum Eigin konur á síðasta ári. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi í morgun.

Eddu er gert að greiða móður konu, sem var viðmælandi í þættinum 400 þúsund krón­ur í bæt­ur, auk þess að greiða máls­kostnað kon­unn­ar, 900 þúsund krón­ur. Mbl.is greinir frá.

Viðmælandi Eddu tók upp samtal hennar við móður sína án hennar vitundar. Hljóðupptakan var spiluð í Eigin konur og höfðaði móðirin mál gegn Eddu og sakaði hana um að hafa brotið gróf­lega gegn friðhelgi einka­lífs síns með birt­ingu á hljóðupp­tök­unni.

Stefnandi málsins, móðirin, gerði þó ekki þá kröfu að upptakan yrði fjarlægð úr þættinum eða af samfélagsmiðlum. Þá kröfu lagði hún hins vegar fram við Fjölmiðlanefnd síðasta haust, nefndin ákvað að fresta meðferð kröfunnar eftir að konan höfðaði mál gegn Eddu, en nú stendur til að taka afstöðu í málinu 27. apríl.

Auður Jónsdóttir lögmaður kon­unn­ar seg­ir í samtali við Mbl. is að vinnu­brögð fjöl­miðlanefnd­ar séu óboðleg og ef nefndin starfaði eins og hún ætti að gera samkvæmt lög­um væri hún löngu búin að taka af­stöðu í mál­inu og krefjast þess af Eddu að upp­tak­an yrði tek­in úr þætt­in­um og af sam­fé­lags­miðlum. Niðurstaða héraðsdóms hafi sannað það að miðlun henn­ar bryti í bága við friðhelgi einka­lífs.

Auður segir jafnframt að móðirin, um­bjóðandi henn­ar, neiti því al­farið að hún hafi beitt dótt­ur sína of­beldi líkt og dótt­ir­in haldi fram í þætti Eddu.

Lögmaður Eddu segir ekki búið að taka ákvörðun um hvort mál­inu verði áfrýjað til Lands­rétt­ar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi