fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2023 09:00

Öskjuhlíð Mynd: Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á miðjum aldri varar konur við perra sem virðist venja komur sínar í Öskuhlíð. 

„Mikið væri gott að geta stoppað þennan mann, því eins og lögreglan sagði við mig í dag þá mun hann án efa gera þetta aftur, þó ekki endilega á þessum sama stað, “segir konan sem birti færslu í tveimur hópum á Facebook í gærkvöldi þar sem hún varar konur við manninum.

Konan var á gangi með hundinn sinn í Öskjuhlíð í gærdag, þegar á móti henni kom maður sem hún sagðist lítið hafa pælt í og hvarf hann henni sjónum. „En þegar ég gekk aðeins lengra sá ég að hann var farinn aðeins út af stígnum og búinn að girða niður um sig og var á fullu að athafna sig, fékk greinilega mikið út úr því að ég skyldi sjá hann (hann starði beint á mig).

Konan segir að fyrstu viðbrögð hennar hafi verið að hlæja bara, en hún var að tala í símann við vinkonu sína. Ég fann eftir smá stund að mér leið óþægilega, sneri mér við og sá að hann var aftur kominn á stíginn og horfði á eftir mér,segir konan sem hringdi á lögregluna. 

Ræddi hún við lögregluna og gat gefið þokkalega góða lýsingu á manninum, en hann var þá farinn. Að hennar sögn keyrði lögreglan um svæðið en fann manninn ekki. 

Ef einhverjir aðrir skyldu hafa lent í honum, eða jafnvel séð náunga í dag sem er á bilinu 20-30 ára, í dökkum jogging galla með hettuna uppi, og í hvítum skóm, ca. 1.90 sm á hæð, í nágrenni við Öskjuhlíð.

Segir konan að lögreglukonan sem hún talaði við hafi verið almennileg og skilningsrík og fundist mjög miður að hafa ekki getað haft upp á manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum