fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. mars 2023 16:25

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstraraðilar tveggja íslenskra einangrunarstöðva fyrir innflutta hunda eru ósáttir við hvor annan ef marka má færslur þeirra í Facebook-hópnum Innflutningur hunda á Íslandi.

Anna Jónsdóttir sem rekur Einangrunarstöðina í Höfnum skrifar færslu í Facebook-hópinn sem hún stílar til stjórnenda hópsins og skorar á þá að virða reglur þær sem þeir hafa sett fyrir hópinn. Einnig beinir hún orðum sínum til eigenda Einangrunarstöðvarinnar í Móseli og segir ekki hægt að horfa á innlegg þeirra sem annað en auglýsingu og rógburð gagnvart sér og sínu fyrirtæki.

Vísar Anna þar til til færslu eigenda Mósels í sama hópi frá því föstudaginn 17. mars, þar sem segir:

„Af gefnu tilefni þá viljum við koma því á framfæri að einangrunarstöðin Mósel er EKKI að loka. Því miður höfum við heyrt af því frá einstaklingum sem við treystum til þess að fara með rétt mál að eigandi einangrunarstöðvarinnar í Höfnum hafi sagt fólki að einangrunarstöðin Mósel sé að loka og að aðbúnaður og aðstaðan hjá okkur væri ólögleg/ófullnægjandi. Allt þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum, þvert á móti, og þykir okkur miður að fólk finni sig knúið til þess að eyða tíma sínum og orku i að bera út þessar lygar.

Öll aðstaða og aðbúnaður í Móseli uppfyllir skilyrði sem MAST setur og gott betur en það þar sem herbergin sem dýrin dveljast í og úti aðstaðan er stærri en kröfur eru gerðar um. Stöðin fékk úttekt hjá MAST fyrir 13 mánuðum síðan án athugasemda og engar athugasemdir hafa verið gerðar frá þeim tíma.
Við höfum verið mjög opin með þann aðbúnað sem hundar/kettir búa við á meðan á dvöl þeirra stendur hjá okkur og höfum við birt opinberlega myndir og myndbönd sem sýna aðstöðuna og munum halda áfram að gera það.
Á heimasíðu okkar finnið þið allar innkomu dagsetningar fyrir árið 2023 og við hlökkum til að standa vaktina næstu árin með dýrunum ykkar sem koma til okkar. Kveðja Birna og Kiddi“

Eigendur Einangrunarstöðvarinnar Mósel birtu færsluna einnig á Facebook-síðu stöðvarinnar.

Telur færsluna vera auglýsingu og rógburð

Eins og áður sagði telur Anna þessa færslu ekkert annað en auglýsingu í Facebook-hópnum og gerir athugasemd við að færslan sé ekki fjarlægð, en stjórnandi hópsins er starfsmaður Mósels:

„Ég vil einnig taka það fram að mér finnst sorglegt að sjá að starfsmaður Mósels sem er stjórnandi á þessari síðu sjái ekkert að þessu athæfi að fyrirtæki samkeppnisaðila sé tekið svona fyrir á þessari síðu sem gerð er til að innflytjendur geti leitað sér aðstoðar og spurt spurningar vegna innfluttnings dýra,“ segir Anna sem segir viðskiptahætti eigenda Mósels sorglega og þau viðhafa rógburð og meiðyrði í sinn garð.

„Birna og Kiddi eigendur Einangrunarstöðvarinnar í Móseli, ég veit ekki hvað rekur ykkur áfram með þessum síendurtekna rógburð og meiðyrði á hendur eiganda Einangrunarstöðvarinnar í Höfnum og er það virkilega sorglegt að sjá þessa viðskiptahætti ykkar,“ segir Anna sem segist hafa verið bent á þessa auglýsingu frá þeim Birnu og Kidda í Móseli.

„Að eigandi Einangrunarstöðvarinnar í Höfnum eigi að hafa verið með þann rógburð um fyrirtæki þeirra sé að fara að loka og á þetta ekki við nein rök að styðjast,“ segir Anna og segist fremur hafa viljað að eigendur Mósels hefðu haft samband við hana frekar en setja innlegg á netið til að auglýsa starfsemi sína.

„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Eigendur Mósels og félagi þeirra fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila og auglýsi sitt fyrirtæki í sama innleggi og þykir okkur verulega sorglegt að fylgjast með þessum vinnubrögðum,“ segir Anna og segist bíða spennt eftir símtali eða fundi með eigendum Mósels til að fara yfir málin. Segir hún að henni þætti einnig vænt um að þeir löguðu auglýsingu sína: „Og sleppið því að hafa okkur sem part af henni enda erum við sitthvort fyrirtækið i svokallaðri samkeppni á markaði sem beygir sig undir lög Alþingis sem ber að virða.“

Vísar Anna síðan í brot úr lögum sem tengjast viðskiptaháttum og markaðsetningu, þar á meðan lög um bann við óréttmætum viðskiptaháttum:
6. gr.
Auglýsingar skulu þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla.
Auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir skulu ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað er til óviðkomandi mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi