fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Rússar sagðir senda Írönum vopn sem þeir komast yfir á vígvellinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. mars 2023 08:00

Breskur hemaður þjálfar úkraínska hermenn í notkun Javelinflauga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskum hermönnum hefur tekist að komast yfir vestræn vopn á vígvellinum í Úkraínu. Þessi vopn senda þeir til Íran í von um að þarlendum sérfræðingum takist að gera eftirlíkingar af þeim.

CNN skýrir frá þessu en miðillin hefur þetta eftir fjórum ótengdum heimildarmönnum. Segja heimildarmennirnir að Bandaríkjamenn, NATO og mörg vestræn ríki hafi séð dæmi um að rússneskar hersveitir hafi komist yfir lítil vopn á borð við Javelin-skriðdrekaflaugar eða Stinger-flugskeyti sem eru notuð gegn flugförum. Þetta eru vopn sem úkraínskir hermenn hafa neyðst til að skilja eftir á vígvellinum

Í mörgum tilfellum eru Rússar sagði hafa flutt þessi vopn til Íran þar sem þau eru tekin í sundur og rannsökuð í þeim tilgangi að íranski herinn geti reynt að framleiða eigin útgáfur af þessum vopnum.

Segja heimildarmenn CNN að með þessu vonist Rússar til að geta hvatt Írana til að halda áfram að styðja stríðsrekstur þeirra í Úkraínu.

Bandaríkjamenn telja ekki að þetta sé útbreitt vandamál eða kerfisbundið. Ekki er vitað hvort Írönum hafi tekist að búa til sínar eigin útgáfur af vopnum sem þeir hafa fengið send frá Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Í gær

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald