fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Mikill þrýstingur á Prigozhin eftir tilkynningu hans – Lét hann Pútín vita?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. mars 2023 05:11

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hinn valdamikli Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner-málaliðafyrirtækisins, hafi verið í miklum mótvindi síðustu daga.

Ástæðan er að hann er nú sakaður um pólitískan metnað í kjölfar nýlegrar tilkynningar hans um að hann hyggist bjóða sig fram til embættis forseta Úkraínu á næsta ári.

Margir velta nú fyrir sér hvort hann hafi sagt Vladímír Pútín, forseta, frá þessum fyrirætlunum sínum.

Aleksei Mukhin, stjórnmálaskýrandi sem kemur oft fram í rússneskum ríkisfjölmiðlum, réðst á Prigozhin á Telegram þar sem hann skrifaði að Prigozhin hafi farið yfir línuna sem skilgreinir hvað sé ásættanlegt pólitískt séð í Rússlandi.

Þykir þetta benda til að Prigozhin sé fallinn í ónáð í Kreml.

Þrátt fyrir Prigozhin hafi líklega verið að grínast um forsetaframboðið að mati Mukhin, þá segir hann þetta ekki fyndið. Hann sagði að Internetið sé þannig að frásagnir af metnaði Prigozhin öðlist eigið líf og Rússar tengi þær við forsetakosningarnar í Rússlandi á næsta ári. Hann sagði að túlka megi ummælin sem merki um að Prigozhin hyggist skora Pútín á hólm í forsetakosningunum. „Afsakið mig, var búið að láta Vladímír Pútín vita af þessu?“ spurði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd