fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Skessuhorn komið í eigu útlendinga – Hyggjast byggja 1.000 fermetra villu á jörðinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. mars 2023 08:00

Skessuhorn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískur auðkýfingur hefur keypt jörðina Horn í Skorradal. Fjallið Skessuhorn er á jörðinni og fylgir því með í kaupunum. Hefur auðkýfingurinn í hyggju að reisa 1.000 fermetra villu á jörðinni auk 700 fermetra gestahúss.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Skessuhorn er auðvitað landsþekkt fyrir glæsileika og fegurð og er vinsæll áfangastaður fjallgöngumanna.

Þá er héraðsfréttablaðið nefnt eftir fjallinu.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að kaupendurnir séu hjón í yngri kantinum. Hafi eiginmaðurinn auðgast í tæknigeiranum.

Jörðin, sem er 110 þúsund fermetrar, var sett á sölu í maí á síðasta ári og tók aðeins 4 daga að selja hana.

Ásett verð var 145 milljónir en söluverðið var 150 milljónir.

Þrjár veiðiár renna um jörðina, Hornsá, Álfsteinsá og Andakílsá.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“