fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Fréttir

Þetta er blóðuga reikningsdæmið sem skýrir vilja Úkraínumanna til að verja Bakhmut

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. mars 2023 05:22

Úkraínumenn verjast af hörku í Bakhmut. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bærinn Bakhmut hefur um langa hríð verið vettvangur blóðugustu bardaganna í Úkraínu. Bærinn er nær rústir einar eftir margra mánaða baráttu. Margir hafa undrast hina hörðu bardaga um bæinn því hann er að mati hernaðarsérfræðinga ekki sérstaklega mikilvægur út frá hernaðarlegu sjónarhorni.

Samt sem áður hafa Rússar lagt mikið undir í tilraunum sínum til að ná bænum á sitt vald. Að sama skapi hafa Úkraínumenn lagt mikið undir við að verjast sókn Rússa að bænum.

Á mánudaginn skýrðu úkraínsk yfirvöld frá því að úkraínski herinn muni halda áfram að verja bæinn en sú ákvörðun var tekin á fundi Volodymyr Zelenskyy, forseta, með yfirmönnum hersins.

Margir undrast þessa ákvörðun og benda á að víða sé barist af álíka mikilli hörku og að Bakhmut skipti ekki miklu máli hernaðarlega séð.

En ástæðan fyrir vilja Úkraínumanna til að verja Bakhmut er væntanlega að miklu leyti byggð á blóðugum útreikningi. Serhiy Chervaty, talsmaður úkraínska hersins í austurhluta Úkraínu,  sagði að þennan varnarvilja megi meðal annars rekja til þess að Úkraínumenn fái meira út úr því að halda kyrru fyrir en við að yfirgefa bæinn.

Stríðsaðilarnir veita ekki upplýsingar um mannfall sitt en þær upplýsingar sem leka út benda allar í sömu áttina. Það er að báðir aðilar verði fyrir miklu mannfalli en að Rússarnir missi miklu fleiri hermenn og búnað en Úkraínumenn.

NATO telur að Rússar missi fimm hermenn fyrir hvern einn úkraínskan hermann sem fellur í bardögunum um Bakhmut. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga