fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Rússar segjast vera að þróa nýja tegund hernaðaraðgerða þar sem kjarnorkuvopnum verður beitt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. mars 2023 09:00

Rússneskt landgönguliðsskip. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að þróa nýja tegund hernaðaraðgerða þar sem kjarnorkuvopnum verður beitt auk annarra vopna. Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði tímarits sem rússneska varnarmálaráðuneytið gefur út.

Þetta tímarit er mikilvægasta útgáfa varnarmálaráðuneytisins um hernaðarmál. Í ritstjórn þess eru æðstu yfirmenn ráðuneytisins og herráðsins.

Höfundar greinarinnar eru Igor Fazletdinov, sem er næstæðsti yfirmaður flugskeytasveita hersins, og Vladimir  Lumpov, hershöfðingi á eftirlaunum.

Í greininni segja þeir að Bandaríkin séu að missa hina leiðandi stöðu sína í heiminum og af þeim sökum verði Bandaríkin sífellt ágengari gagnvart Rússlandi sem sé kennt um þessa breytingu á stöðu Bandaríkjanna. Segja þeir félagar að af þessum sökum undirbúi Rússar sig nú undir hugsanlegar áætlanir Bandaríkjamanna um að ráðast á Rússland.

Segja þeir að hernaðarsérfræðingar vinni á fullum krafti við að undirbúa þróaðar aðferðir við beitingu rússneska hersins til að vinna gegn tilraunum Bandaríkjamanna við að eyðileggja Rússland. Þeir segja að lokamarkið Bandaríkjamanna sé að gera út af við getu Rússlands til að verja sig með kjarnorkuvopnum. Segja þeir að þetta geti Bandaríkjamenn gert með því að koma upp eldflaugavarnarkerfum við rússnesku landamærin eða með skyndilegri kjarnorkuvopnaárás sem gæti gert 65-70% af kjarnorkuvopnasveitum Rússa óstarfhæfar.

Rússar þurfa því að geta varist skyndilegri árás Bandaríkjanna og NATO. Þeir þurfa að geta tekist á við bandaríska eldflaugavarnarkerfið og um leið valdið Bandaríkjamönnum miklu tjóni með kjarnorkuvopnum sínum segja þeir í greininni.

Segja greinarhöfundar að aðferðin, sem er verið að þróa, gangi út á að beita nútímalegum og taktískum sóknaraðgerðum og varnaraðferðum, bæði með kjarnorkuvopnum og án þeirra. Í blöndu við þetta verði nýjustu hernaðartækni beitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd