fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sakar SA um að hafa sett á svið leikrit – „Þú verður að fara í verkfall annað slagið til að viðhalda hótuninni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. mars 2023 14:30

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir að Samtök atvinnulífsins, SA, hafi sett á svið leikrit til að einangra Eflingu í kjaraviðræðunum. Gunnar Smári var gestur í þættinum Spjallið með Frosta Logasyni á hlaðvarpsveitunni Brotkast þar sem hann meðal annars hafnaði því alfarið að hann eða Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, líti á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, sem fulltrúa illskunnar eða eitthvað álíka.

Hefur í mesta lagi gert grín að hárinu

„Við andmælum bara því sem hann er að segja. Ég hef kannski gert eitthvað grín að hárinu á honum. En þó ekki, það voru allir að því og ég er nú yfirleitt að gera eitthvað sem aðrir gera ekki,“ sagði Gunnar Smári við Frosta.. „Hann er forystumaður í Samtökum atvinnulífsins þegar að tekin var ákvörðun að setja á verkbann sem að loksins er eitthvað fordæmalaust. Við lifum þannig tíma að enginn man neitt og halda að allt sé fordæmalaust, en það hefur ekki gerst áður.“

Síðast verkbann árið 1913

Gunnar Smári sagði að hann hefði spurt alla sagnfræðinga sem hann þekkir og enginn muni eftir neinu í líkingu við verkbannsútspil SA í kjaradeilunni við Eflingu. Eina sem líktist þessu væri sögufrægt verkbann í Dublin árið 1913. SA hafi lagt línurnar síðasta sumar um að gera eigi skammtímasamninga, þeim hafi verið neytt upp á Starfsgreinasambandið og VR sem hluta af leikriti. „Það sem þeir ætluðu að fá út úr þessari hrinu var að einangra Eflingu, gera hana veika þannig að hún gæti ekki haldið þeirri baráttu sem hún hefur staðið í. Verkbannið var aðgerð sem átti að tæma verkfallssjóði Eflingar,“ segir Gunnar Smári.

Frosti sagði að enginn vilji verkföll en Gunnar Smári svaraði honum að bragði. „Þeir hugsuðu það að það þyrfti að drepa þetta, verkbannið var sett á því þeir trúðu því að Efling myndi fremja harakiri og bara greiða út öllum verkfallsstyrki til að tæma verkfallssjóðinn á sex dögum.“

Ólöglegt að setja á verkbann til að tæma sjóði

Frosti hafnaði þeirri söguskýringu. „Þeir trúðu því að þeir myndu koma aftur að borðinu út af þessum aðgerðum. Það var verið að knýja Eflingu til að semja,“ sagði Frosti.

Gunnar Smári sagði þetta alrangt. „Ef þú skoðar hvað Halldór Benjamín segir þegar fyrst var rætt um þetta, svo líða einhverjir tveir dagar, þá sagði hann þetta sem þú ert að segja. Því ef hann segði það ekki þá er verkbannið ólöglegt. Það er ólöglegt að setja á verkbann til að tæma sjóði eða til að knýja ríkið til að setja lög. Það er bara til að knýja á um samningaviðræður. Hann segir þetta ekki fyrr en á öðrum degi,“ sagði hann.

„Fyrir hádegi þegar fyrst var talað við hann um þetta þá var hann upptekinn af verkfallssjóðnum. Þegar Sólveig Anna sagði „við ætlum ekki að borga, haldiði að við séum klikkuð?“, þá varð hann alveg rosalega foj, Efling ætli að skilja fólk eftir hungrað úti á götu. Eins og hann hafi ekki fattað að verkbannið var boðað 2. mars, þegar fólk er nýbúið að fá útborgað, hann hefði þurft að halda þetta út fram í apríl, ganga frá öllum fyrirtækjunum en fólkið í Eflingu var ekki í neinum vanda.“

Nauðsynlegt að fara í verkföll annað slagið

Gunnar Smári segir að verkföll séu eðlilegur hluti af kjarabaráttu, barátta sem sé innbyggð í lýðræðissamfélög. Þegar horft sé hundrað ár aftur í tímann sjái menn að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel. Þetta hafi veitt almenningi veikindarétt, almannatryggingar, atvinnuleysisbætur, sumarleyfi og fleira. Hann er allt annað en ánægður með það viðhorf Halldór Benjamíns og SA að stöðva verði verkföll vegna skaðlegra áhrifa þeirra. „Þetta er bara korter í fasisma.“

Frosti benti á að ef öll verkalýðsfélög væru jafn herská og Efling þá byggju Íslendingar við stanslaus verkföll, spurði hann Gunnar Smára hvort það væri ekki siðmenntaðra að semja áður en til verkfalls kæmi. Gunnar Smári var ekki lengi að svara. „Þú verður að fara í verkfall annað slagið til að viðhalda hótuninni. Þannig að raunverulega ættu öll stéttarfélög að senda blóm til Eflingar. Efling hjálpar þeim með því að sýna það að eitthvað er á bak við hótunina. Allir koma í fréttunum, meira að segja fréttafólkið og segir að enginn græði á verkfalli. Hvaða bull er þetta? Við byggðum upp samfélagið okkar á verkföllum.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að kaupa áskrift á vefnum Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni