fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Blönduósmálið fellt niður – Um neyðarvörn að ræða

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. mars 2023 12:23

Frá vettvangi á Blönduósi. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákærur í skotárásarmálinu á Blönduósi og fella málið niður á grundvelli neyðarvarnar. RÚV greinir frá

Feðgar höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Tvennt lést í árásinni, byssumaðurinn sjálfur og kona á sextugsaldri.

Aðstandendur voru upplýstir um niðurstöðu Héraðssaksóknara í dag. Hægt verður að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara.

Skotárásin átti sér stað í ágúst á síðasta ári. Í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér um miðjan febrúar voru málsatvik rakin ítarlega.

Rannsókn lokið á skotárásinni á Blönduósi – Farið yfir hryllilega atburðarásina í fréttatilkynningu lögreglu

Byssumaðurinn kom inn um ólæstar dyr á heimili hjóna á Blönduósi. Honum varð þá ljóst að gestir voru á heimilinu og fór út, til orðaskipta kom milli hans og húsráðanda sem lauk með því að byssumaðurinn skaut húsráðanda í kvið og særði alvarlega. Byssumaðurinn fór aftur inn í húsið og skaut eiginkonu húsráðanda í höfuðið. Hún lést samstundis.

 

Sonur hús­ráðanda kom til að­stoðar, náði byssunni af byssumanninum og til átaka kom milli þeirra sem enduðu á þann veg að árásarmaðurinn lét lífíð. „Réttar­krufning leiddi í ljós að dánar­or­sök var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst,“ sagði í tilkynningu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“