fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Mikill þrýstingur á eiganda Wagnerhópsins – Segist ekki verða hissa ef Wagnerhópurinn heyrir sögunni til innan tveggja mánaða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 07:00

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðafyrirtæksins Wagner, hefur ekki legið á skoðunum sínum að undanförnu. Hann hefur veist að yfirstjórn rússneska hersins hvað eftir annað og gagnrýnt hana fyrir slælegt gengi hersins í Úkraínu. Nýlega sakaði hann yfirstjórn hersins um landráð fyrir að láta Wagnerhópnum ekki nægilega mikið af skotfærum í té.

Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ekkert sé hæft í þessum ásökunum.

Sérfræðingar segja að hörð valdabarátta eigi sér nú stað á milli Prigozhin og varnarmálaelítunnar. Tveir sérfræðingar, sem hafa kafað ofan í mál Wagnerhópsins, sögðu í samtali við TV2 að það sé Prigozhin sem standi verst að vígi.

Niklas Rendboe, sérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, sagði að varnarmálaráðuneytið sé orðið þreytt á sitja til borðs með Prigozhin. Nú sé verið að kasta honum í burtu eins og óhreinni tusku.

Deilur Prigozhin og ráðuneytisins ná allt aftur til 2014 en þá tóku Wagnerliðar þátt í hernámi Krím. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, er þá sagður hafa verið á móti Wagnerhópnum og hafi lagt töluvert á sig til að vinna gegn hópnum.

Í byrjun febrúar kom fram að nú má Wagnerhópurinn ekki lengur fá fanga úr rússneskum fangelsum til liðs við sig.  Karen Philippa Larsen, sérfræðingur í rússneskum málefnum, sagði að í hennar augum þýði þetta að valdajafnvægið sé að breytast, varnarmálaráðuneytinu í hag. „Prigozhin er orðinn of valdamikill. Margt bendir einnig til að Pútín hafi ákveðið að styðja hina hefðbundnu varnarmálaelítu frekar en Wagnerhópinn því hann hefur talað jákvætt um hana,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi