fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kona með gegnblautan farangur segir Icelandair hafa valdið sér 380 þúsund króna tjóni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. febrúar 2023 15:53

Keflavíkurflugvöllur. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa hefur hafnað erindi konu frá Vancouver þess efnis að Icelandair beri ábyrgð á því að farangur hennar hafi verið rennblautur eftir heimkomu hennar frá Íslandi.

RÚV greinir frá þessu. Ferð konunnar var frá Osló til Vancouver með viðkomu í Keflavík og Seattle. Sendi hún með kvörtun sinni til Samgöngustofu myndir af blautum farangri sínum og greiðslukvittun fyrir þurrhreinsun. Segir hún vatnstjónið nema 380 þúsund krónum enda hafi dýrir hlutir verið í farangrinum sem voru ónýtir eftir ferðina. Líkir konan ferðinni til Íslands við stórslys og kvartar undan viðmóti Icelandair.

Samgöngustofa taldi ekki fullsannað að tjónið hafi átt sér stað í flugi og þar ræður úrslitum að konan fyllti ekki út svokallaða P.I.R. skýrslu á flugvellinum í Vancouver. Hún bendir hins vegar á að fluginu til Vancouver hafi seinkað og hafi hún þurft að flýta sér að ná lest.

Niðurstaðan var sú að Samgöngustofa hafnaði kröfum konunnar um að fá blautan farangur sinn bættan.

Nánar er greint frá málinu á vef RÚV.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg