fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Álagning olíufélaganna á hvern bensínlítra hefur rúmlega tvöfaldast á tæpu ári

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 09:00

Sviðsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutur olíufélaganna af hverjum seldum bensín- og dísillítra hefur hækkað úr rúmlega 30 krónum frá því í maí 2022 í 70 krónur í dag.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag vitnar í nýlega úttekt Samkeppniseftirlitsins á stöðunni á eldsneytismarkaðnum.

Fram kemur að álagning á bensín og dísilolíu sé umtalsvert hærri hér á landi en í Bretlandi og á Írlandi og hefur álagningin hér á landi undanfarin fimm ár verið með því allra hæsta sem þekkist í Evrópu.

Undantekning á þessu er þó á Akureyri þar sem eldsneytisverðið er lægra en á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið síðan 2020. Þar er álagning olíufélaganna nær því sem er á Bretlandi og Írlandi.

Það vekur einnig athygli í skýrslunni að svo virðist sem Costco veiti hinum olíufélögunum ekki eins harða samkeppni og áður. Fyrirtækið hleypti miklu lífi í markaðinn þegar það opnaði bensínstöð 2017 en síðan virðist það hafa aukið álagningu sína til jafns við hin olíufélögin. Álagningin hjá Costo er lægri en hjá N1 en hefur hækkað mikið síðan í október eins og hefur einnig gerst hjá N1.

Segir að tvær skýringar geti verið á þessu. Önnur er að Skeljungur, sem sér Costco fyrir eldsneyti, láti Costo ekki njóta lægra heimsmarkaðsverðs en hin er að verðlagsstefna Costco hafi breyst frá því að fyrirtækið hóf eldsneytissölu.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“