Þeir þrýsta nú enn meira á Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, en áður að sögn CNN sem segir að herbloggararnir og öfgaþjóðernissinnaðir sérfræðingar séu meðal annars öskureiðir yfir að heimsóknina bar upp skömmu áður en Pútín átti að flytja ræðu þar sem þess er vænst að hann muni segja frá þeim árangri sem hann telur hafa náðst með innrásinni í Úkraínu.
„Algjör niðurlæging Rússlands,“ skrifaði Sergey Mardan, rússneskur blaðamaður, á Telegram
„Verð ekki hissa þótt afinn (Joe Biden, innsk. blaðamanns) fari einnig til Bakmut og EKKERT KOMI FYRIR HANN,“ skrifaði rússneski uppgjafahermaðurinn og fyrrum liðsmaður leyniþjónustunnar FSB, Igor Girkin, á Telegram.
„Tæpu ári eftir að hin sérstaka hernaðaraðgerð hófst bíðum við í rússnesku borginni (Kyiv, innsk. blaðamanns) eftir forseta rússneska sambandsríkisins, en ekki eftir forseta Bandaríkjanna,“ var skrifað á Telegramaðgang hermanna í rússneska land- og sjóhernum.