fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Segja valdaránsáætlun Rússa í Moldóvu vera mjög raunverulega

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. febrúar 2023 07:00

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur varað við því að Rússar muni ekki láta staðar numið við Úkraínu ef þeir sigra í stríðinu þar. Þykir mörgum nærliggjandi að Rússar beini sjónum sínum þá næst að Moldóvu.

Um helgina fór stór öryggismálaráðstefna fram í München í Þýskalandi. Þar sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur að það sé mikil hætta á að Rússar muni láta til skara skríða í fleiri löndum en Úkraínu og að Moldóva geti verið í hættu. „Það eru uppi áhyggjur um að Moldóva geti verið næsta landið sem Rússar hafa augastað á,“ sagði hún.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá dönsku hugveitunni DIIS, sagði í samtali við TV2 að ummæli Frederiksen geti verið til marks um að hún og aðrir vestrænir leiðtogar noti harða orðræðu til að halda fókus á innrás Rússa í Úkraínu.

Hann sagði ekki óhugsandi að Rússar auki við stríðsrekstur sinn og ráðist á önnur lönd. „Ég held að það sé mjög raunverulegt og líklegt að Rússar séu nú þegar byrjaðir að beita áhrifum sínum á ýmsum stöðum. Ég get vel ímyndað mér að valdaránsáætlanir séu til fyrir Moldóvu og að þær séu mjög raunverulegar,“ sagði hann.

Maia Sandu, forseti Moldóvu, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirætlunum Rússa í Moldóvu og hugsanlegri valdaránstilraun þeirra.

Splidsboel sagðist ekki sjá fyrir sér að valdaránsáætlanirnar samanstandi af áætlun um að ná forsetahöllinni. Frekar sé um að ræða áætlun um að valda óróa og mótmælum sem geti gefið Rússum yfirvarp til að láta til skara skríða. Einnig geti hugsast að þeir bíði næstu kosninga og reyni þá að hafa áhrif á úrslit þeirra til að fá nýja stjórn sem sé höll undir Rússa.

Hann sagði einnig að ekki sé útilokað að Rússar muni reyna að leggja önnur fyrrum ríki Sovétríkjanna undir sig. Ástæðan er að hans sögn sú að við lifum nú á „sögulegum tíma“ þar sem Pútín mun annaðhvort reyna að endurheimta gömlu Sovétríkin eða þar sem Vesturlöndum tekst endanlega að gera út af við gömlu hugsunina um Sovétríkin.

Auk Moldóvo benti Splidsboel á Georgíu og Armeníu sem líkleg skotmörk Pútíns. Rússar séu með herlið í báðum löndum og hafi Pútín neitað að kalla þau heim.

Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði að ef Rússar sigri Úkraínu eða nái stjórn á landinu á svipaðan hátt og þeir stjórna Hvíta-Rússlandi þá geti röðin komið að Georgíu eða Kasakstan.

Hann sagði ólíklegt, en ekki útilokað, að Rússar ráðist á Finnland áður en aðild þeirra að NATO er í höfn. Ólíklegast sé að þeir ráðist á Eystrasaltsríkin eða Pólland því það myndi væntanlega virkja sameiginleg viðbrögð NATO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur