Þetta kemur fram í greiningu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) á gangi stríðsins.
Segir hugveitan að Rússar hafi bætt í bardaga- og varnargetu sína í suðurhluta Úkraínu.
Talsmaður úkraínska hersins sagði að Rússar séu að undirbúa sig undir aðgerðir við suðurhluta víglínunnar og „reyni að búa til þá mynd að þeir nálgist úkraínskar varnarlínur með því að nota skemmdarverka- og njósnahópa og koma upp eftirlitsstöðvum, njósnapóstum og skotfærageymslum á eyjum í Dnipro-ánni“.