fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sanna Magdalena leggur til lækkun leiguverðs smáhýsa

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. febrúar 2023 15:00

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lagði fram tillögu á fundi velferðarráðs í vikunni um lækkun á leigu smáhýsanna að Fiskislóð 1.

Leggur hún til að leigan verði lækkuð til að samsvara leiguverði Félagsbústaða þar sem fermetraverð spilar inn í leiguverð. Bendir Sanna á að leiguverðsgrunnur Félagsbústaða byggi á fasteignamati og leigustuðli fyrir ólík póstnúmer en mánaðarleiguverð sértækra búsetuúrræða Félagsbústaða og almennra leigueininga sem ekki hafa fasteignamat er óháð leiguhverfi og er ákvarðað þannig að greitt er fast gjald fyrir hverja leigueiningu auk breytilegs gjalds sem er í réttu hlutfalli við birt flatarmál leigueiningar. 

Tekur Sanna dæmi um tvær íbúðir Félagsbústaða til samanburðar við smáhýsin:

Sé litið til þess þá má sjá að leiga smáhýsa er hlutfallslega mun hærri en leiga íbúða hjá Félagsbústöðum. Sem dæmi þá er mánaðarleiga fyrir 62 fermetra íbúð í Vesturbæ 130.900 kr. (fermetraverð um 2.100 kr.) og mánaðarleiga fyrir 59 metra íbúð í Efra Breiðholti er 106.416 kr. (fermetraverð rétt yfir 1.800 kr.). Leiguverð fyrir 25 fermetra smáhýsi að Fiskislóð 1 er hinsvegar tæpar 87.000 kr. á mánuði auk 10 þúsund kr. hússjóðs sem gerir samanlagt um 3.900 kr. á fermetrann.“ 

Leggur hún til að Fjármálaskrifstofu velferðarsviðs verði falið að útbúa leiguverð sem tekur mið af þessum veruleika. Einnig verði litið til leiguverðs smáhýsa á öðrum staðsetningum með ofangreint í huga.

Reykjavíkurborg heldur utan um leiguíbúðir í gegnum Félagsbústaði sem er að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. 

Fyrirspurn Sönnu um leiguverð smáhýsa er eftirfarandi:

Hvernig er leiguverð fyrir smáhýsi borgarinnar reiknað út og hvaða forsendur lágu að baki þeirrar ákvörðunar? Hefur leiguverðsgrunnurinn tekið breytingum í gegnum tíðina og ef svo er, hvernig þá? Er greiðsla mismunandi eftir staðsetningu smáhúsanna?  Hvað felst í hússjóði og er hann mismunandi eftir staðsetningu smáhúsanna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans