fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Viðbragð björgunarsveita hugsanlega skert vegna verkfalls Eflingar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 15:43

Mynd tengist frétt ekki beint Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanþágunefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi beiðni Slysavarnafélagsins Landsbjargar um undanþágu til afgreiðslu eldsneytis á björgunartæki félagsins, og nær undanþágan til allra björgunarsveita.

Slysavarnafélagið Landsbjörg er að vinna að því í samstarfi við olíufélögin hvernig afgreiðslu eldsneytis á björgunartæki mun fara fram eins og segir í tilkynningu frá félaginu.

Engu að síður getur sú staða komið upp að viðbragð björgunarsveita verði hægara og hugsanlega skert, sökum þess að félagar þeirra hafi ekki aðgang að eldsneyti, en félagið er að vinna viðbragðsáætlun með sveitunum til að minnka líkur á svo verði eins og kostur er.

Framundan er enn einn stormurinn og því er rétt að hvetja landsmenn til að fara sér að engu óðslega, fresta ónauðsynlegum ferðum inn á hálendið eða utan alfaraleiða með hugsanlegt skert viðbragð sveitanna í huga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg