fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Maður ákærður í einu óhugnanlegasta kynferðisbrotamáli síðari ára

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 13:00

Frá Barnahúsi. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var í Héraðsdómi Reykjavíkur þingfest sakamál gegn Reykvíkingi á fimmtugsaldri fyrir óhugnanleg og margítrekuð kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur mannsins, frá árunum 2016 til 2019, er stúlkan var 9 til 13 ára.

DV hefur ákæru í málinu undir höndum. Fjallað var um málið í byrjun árs:

Faðir stígur fram – Sætir nálgunarbanni gegn meintum geranda dóttur sinnar – „Hann braut mörg hundruð sinnum gegn henni“

Faðir stúlkunnar, sem og réttargæslukona hennar, gagnrýndu harðlega rannsókn lögreglu, ekki síst fyrir það að fyrir mistök var manninum afhentur sími stúlkunnar eftir kæru til lögreglu og húsleit.

Í frétt DV um málið var einnig greint frá gögnum úr Barnahúsi, sem DV hefur undir höndum, þar sem stúlkan var í fjölda viðtala. Þar sakaði hún fyrrverandi stjúpföður sinn um margítrekuð brot auk þess sem hún greindi frá mikilli áfengisneyslu á heimilinu. Sérfræðingar Barnahúss hafa metið framburð stúlkunnar mjög trúverðugan. Leiða má líkur að því að þessi gögn hafi vegið þungt við ákvörðun um ákæru.

Óhugnanlegar lýsingar á meintum brotum

Í ákæru er maðurinn sakaður um kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa á tímabilinu 2016 – 2019, á heimili sínu, misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gegn stúlkunnni, traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir og endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar með því að hafa í ótilgreindan fjölda skipta með ólögmætri nauðung misnotað hana kynferðislega á margvíslegan hátt sem tilgreindur er með ítarlegum hætti í ákærunni. Er þar um að ræða mjög grófar lýsingar.

Hámarksrefsing við meintum brotum mannsins er 16 ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Maðurinn er samkvæmt ákæru sakaður um að hafa gerst brotlegur við sex greinar hegningarlaganna þar á meðal 1. málgrein 202. greinar, sem er svohljóðandi:

„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára],  skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum]. [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.] “

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Faðir stúlkunnar gerir fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar kröfu um miskabætur upp á fimm milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo