Heppinn Íslendingur, karlmaður á sextugsaldri, landaði þriðja vinningi í Eurojackpot síðastliðinn þriðjudag og fékk hann rúmar 32 milljónir króna í vinning.
Starfsfólki Íslenskrar getspár fannst andlit vinningshafans eitthvað kunnuglegt þegar hann heimsótti höfuðstöðvar Getspár í morgun. Enda ekki skrýtið, fyrir rúmum fjórum árum vann hann rúmlega 130 milljónir króna í EuroJackpot; hæsta 2. vinning sem komið hefur til landsins hingað til.
Að sögn Íslenskrar getspár hefur það komið fyrir nokkrum sinnum að heppnir spilarar vinni stóra vinninga oftar en einu sinni.
Talan þrír lék skemmtilegt hlutverk í EuroJackpot þessa vikuna, þrír vinningshafar fengu 3. vinning í gær og var það í þriðja skiptið sem 3. vinningur kemur á þriðjudegi til Íslands eftir að byrjað var að draga tvisvar í viku.