fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Elísabet fær fjölda skilaboða vegna Prime – „Kemur mér á óvart hversu grunlaus foreldrarnir eru um afleiðingarnar“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttadrykkurinn Prime fór í sölu hér á landi í lok síðasta árs, en börn og ungmenni höfðu beðið hans með óþreyju. Vin­sældir drykkjarins má rekja til samfélagsmiðla, en áhrifavaldarnir KSI og Logan Paul eru fram­leið­endur drykkjarins. Myndaðist öngþveiti á mörgum sölustöðum og dæmi voru um að börn og ungmenni skrópuðu í skóla til að ná að kaupa nokkrar flöskur af drykknum. Vinsældir drykkjarins urðu til þess að hann seldist upp í mörgum verslunum og tómar flöskur seljast á netinu.

Elísabet Reynisdóttir
Mynd: Aðsend

Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drykkinn og hvetur hún foreldra til að vara börn sín við neyslu drykkjarins.

„Næringar­lega séð er hann al­gjört drasl. Það sem er al­var­legt þarna er sítrónu­sýra sem getur valdið skaða í slím­húðinni. Börn með astma er í hættu, börn með ristilvanda­mál eru í hættu. Við gleymum að horfa á aðrar inni­halds­lýsingar sem geta skaðað börnin,“ sagði Elísa­bet í viðtali við Ísland í bítið þann 6. febrúar.

Drykkurinn er sykur og koffínlaus, en inni­heldur 900 mí­krógrömm af A-víta­míni, sem er ráð­lagður dag­skammtur fyrir full­orðna. Í einni flösku er því rúmlega tvöfaldur ráðlagður dagsskammtur fyrir börn af vítamíninu, en of mikið A-víta­mín getur valdið al­var­legum eitrunar­á­hrifum. Líkaminn skolar ekki út A-vítamíninu og því safnast það upp.

„Það sem er vandamálið í þessu er að þau eru ekki að nýta þetta þannig þetta sest upp. Þú pissar þessu ekki, það er vandamálið sem fólk þarf að skilja. Þetta getur sest upp í lifrinni, þau eru að fara að drekka þetta á næstu mánuðum eða á meðan þessir áhrifavaldar eru ennþá vinsælir.“

Elísabet segir í samtali við DV að margir foreldrar hafi haft samband við hana vegna drykkjarins.

„Það sem kemur mér á óvart er hversu grunlaus foreldrarnir eru um afleiðingarnar,“ segir Elísa­bet. „Það sem er svo undarlegt er að foreldrar eru að segja mér að þau hafi keypt drykkinn fyrir börnin því þau töldu að hann væri „góðu“ eða „skárri “ en orkudrykkir. Foreldrarnir áttuðu sig ekki á innihaldinu og hvaða áhrif það gæti haft á börn að drekka jafnvel 2-3 drykki á dag.“

Aðspurð um hvaða einkenni börn sýna eftir neyslu Prime segir Elísabet:
„Móðir sem hafði samband við mig sagði mér að 12 ára sonur hennar hefði verið mjög veikur, uppköst og meltingarvandamál. Hún las greinina mína sem ég birti eftir viðtal við Ísland í bítið og þar varaði ég við drykknum ekki bara vegna of mikils magns af A vítamíni heldur einnig hátt magn af sítrónusýru sem getur skaðað slímhúð meltingarvegarins og haft áhrif á lungun og þar með áhættu á asma.“

„Prime er ekki með koffíni og því telja allir að hann sé saklaus. Ég held að það sé ekki aldurstakmörk á honum eins og orkudrykkjum sem innihalda koffín og önnur örvandi efni,“ segir Elísabet.

Markaðssetning drykkjarins var mikil á samfélagsmiðlum og sagði Elísabet í viðtalinu í Bítinu að markaðssetning væri vel heppnuð. Eins og sjá má á viðbrögðum barna og ungmenna hérlendis og víðar.

„Þessi markaðs­setning er snilld. Ég skemmti mér mjög vel í gær að skoða þetta og ég hugsaði að þeir eiga að fá verð­laun fyrir geggjaða markaðs­setningu. Það er það sem þessi drykkur er, geggjuð markaðs­setning,“ segir Elísabet.

Í 7. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 er að finna ákvæði um börn og auglýsingar. Þar kemur fram að auglýsa megi vörur fyrir börn, en sýna þarf sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga.

Í reglugerð um viðskiptahætti sem í öllum tilvikum teljast óréttmætir, nr. 160/2009, segir í 28. gr. að það teljist uppáþrengjandi viðskiptahættir, og þar með óréttmætir, að láta í auglýsingu felast beina hvatningu til barna um að kaupa auglýsta vöru eða telja foreldra þeirra eða aðra fullorðna á að kaupa auglýsta vöru handa þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“