fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ellefu ára martröð Jóns Inga lokið – „Takk fyrir að standa með mér saklausum á sakamannabekk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. febrúar 2023 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, bendir á að rúmlega 10 ára langri saksókn gegn honum hefur verið dæmd ólögmæt og málatilbúnaði hins opinbera kastað út á hafsauga.

Jón Ingi steig fram í tilfinningríkri, opinni færslu á Facebook-síðu sinni í dag, og greindi frá efni dóms Landsdóms sem féll honum í vil í desember síðastliðnum. Jón Ingi var sakaður um skattsvik fyrir 11 árum síðan. Þá hófst afar langvinnt og langdregið ferli sem hefur valdið honum miklum þjáningum en í dag stendur hann uppi sem sigurvegari.

Árið 2019 greindi DV frá dómi Héraðsdóms yfir Jóni Inga er hann var sakfelldur fyrir skattalagabrot. Var honum gefið að sök að hafa ekki talið fram til skatts fjármagnstekjur upp á rúmlega 110 milljónir króna,  af uppgjöri á 44 framvirkum gjaldmiðlasamningum sem gerðir voru við Glitni banka og voru skattskyldar. Vangreiddur fjármagnstekjuskattur af þessum tekjum er rúmlega 11 milljónir króna.

Meint brot eiga að hafa verið framin árið 2009. Jón Ingi, sem ávallt hefur haldið fram sakleysi sínu í málinu, var hins vegar ekki ákærður fyrr en árið 2013 og ekki var réttað í málinu fyrr en árið 2019. Málsmeðferðartíminn hefur verið ógnarlangur.

Landsréttur staðfesti síðan dóm héraðsdóms en í fyrra féllst Endurupptökudómur á að málið, sem Landsréttur kvað upp úr sinn dóm í í desember 2020, yrði endurupptekið.

Það var krafa bæði Jóns Inga og ákæruvaldsins að málinu yrði vísað frá héraðsdómi (og dómurinn yfir Jóni Inga þar með ómerktur). Í niðurstöðu sinni segir Landsréttur:

„Svo sem að framan greinir hefur ákæruvaldið tekið undir kröfu ákærða um að málinu verði vísað frá héraðsdómi þar sem efnismeðferð og sakfelling myndu brjóta í bága við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, um rétt til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis vegna sama brots. Ákæruvaldið vísar meðal annars til fyrrgreinds ákvæðis 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu og dóms Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. Samkvæmt þessu og í ljósi atvika málsins verður fallist á kröfu ákæruvaldsins um að málinu verði vísað frá héraðsdómi, sbr. einnig dóma Hæstaréttar 13. apríl 2022 í máli nr. 34/2021, 22. júní 2022 í máli nr. 11/2022 og 14. september 2022 í máli nr. 21/2022.“

Sjá nánar hér.

Landsréttur hefur þar með vísað upphaflega sakamálinu gegn Jóni Inga frá Héraðsdómi og dómurinn frá 2019 er ómerktur.

Segir að þeir sem báru hann sökum séu nú hinir seku

Pistill Jóns Inga um málið er áhrifamikill. Hann lýsir andvökunóttum og áhyggjum í meira en áratug, skítkasti netverja og atvinnutækifærum sem glötuðust. En hann lýsir líka yfir kærleika í garð þeirra sem stóðu með honum í baráttunni öll þessi ár. Jón Ingi er ómyrkur í máli garð þeirra sem hafa sótt að honum. Hann brýnir vopnin og er í árásarhug:

„Fyrir jól féll ENDANLEGUR dómur í Landsrétti þar sem ÁKÆRAN og málsmeðferð vegna hennar fyrir dómstólum var dæmd ÓLÖGMÆT og dómum á grundvelli hennar VÍSAÐ ÚT Í HAFSAUGA. (Ég hef sem sagt verið ásakaður í sakamáli um stórfelld refsiverð brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum).

Kæru vinir. Þessi aðför að mér hefur nú verið dæmd ólögmæt, en þeir sem borið hafa mig sökum og dæmt mig til refsingar eru SEKIR. Sekir um að hafa eyðilagt meira en 10 bestu ár mín.

Það er ógeðsleg staðreynd að þeir sem eiga að vera til varnar saklausu fólki í þessu samfélagi séu gerendur slíkra ofbeldisverka. Um leið og búið er að setja þig á opinbera skotskífu fá illa gerðir óvandaðir einstaklingar stökkpall til að útata þig öllum þeim óþverra sem hugur þeirra geymir. En þið hafið öll nöfn á bak við grímurnar. Þau nöfn eru varðveitt þar til hulunni verður svipt af þeim öllum.“

Til vina sinna og fjölskyldu á hann hins vegar miklu fallegri orð:

„Þið, vinir mínir hafið staðið með mér. Ég hefði sagt skilið endanlega við þennan hrylling í þessu samfélagi ef ekki hefði verið fyrir þann kærleik og ást sem ég hef ætíð gengið að hjá minni nánustu fjölskyldu og vinum. Það að eiga á hættu að tapa aleigunni og heimilinu hvenær sem er í MEIRA EN ÁRATUG veldur andvökunóttum. Þú kvelst af gnístandi sársauka innra með þér. Þér finnst þú ekki getað andað. Þú ert að kafna.“

„Nú tekur við endurreisn sálarinnar. Það koma sprungur, brestir og kvarnast úr harðgerðustu klettum í brimöldu 10-11 ára. Málaferli við opinbert ofurafl hafa kostað mig gífurlega fjármuni þó dæmdur málskostnaður hafi nú loks fallið á ríkissjóð. Ekki verður auðvelt að sækja eitthvað af því til baka þó það verði reynt.

En í dag er bara eitt sem stendur upp úr. Þakklæti til ykkar sem eruð yndislegt mennskt fólk, uppfullt af kærleika og væntumþykju fyrir velferð annarra. Takk fyrir að standa með mér saklausum á sakamannabekk í meira en áratug.

Þið vitið aldrei hvað það var mér mikilvægt.

TAKK“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir