fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Þetta kosta vaxtahækkanir Seðlabankans heimilin i krónum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti margoft á síðustu mánuðum og er líklega ekki hættur að hækka þá. Þessar hækkanir skila sér beint í hærri greiðslubyrði af lánum og hafa heimilin svo sannarlega fundið fyrir þessum hækkunum.

Fréttablaðið fjallar um þessi mál í dag og leggur fram tölur um hversu mikið greiðslubyrði heimilanna vegna óvertryggðra húsnæðislána hefur hækkað.

Er dæmi tekið af 25 milljóna króna króna jafngreiðsluláni. Í maí 2021 var greiðslubyrðin af því 124.353 krónur á mánuði. Í febrúar 2023 er greiðslubyrðin komin í 198.618 krónur. Þetta er um 75.000 króna hækkun á mánuði.

Ef litið er á 50 milljóna króna lán þá greiddi lántakandi 248.706 krónur af því í maí 2021 en í febrúar 2023 er afborgunin 397.237 krónur eða um 148.000 krónum hærri.

Ef litið er á 25 milljóna króna lán með jöfnum afborgunum þá var afborgunin af því 155.000 krónur í maí 2021 en í febrúar 2023 er hún 257.083 krónur.  Þetta er hækkun um 102.000 krónur.

Ef litið er á 50 milljóna króna lán með jöfnum afborgunum þá greiddi lántakandinn 310.000 krónur af því í maí 2021 en nú í febrúar þarf hann að greiða 514.167 krónur eða 204.000 krónum meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“