fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Þetta kosta vaxtahækkanir Seðlabankans heimilin i krónum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti margoft á síðustu mánuðum og er líklega ekki hættur að hækka þá. Þessar hækkanir skila sér beint í hærri greiðslubyrði af lánum og hafa heimilin svo sannarlega fundið fyrir þessum hækkunum.

Fréttablaðið fjallar um þessi mál í dag og leggur fram tölur um hversu mikið greiðslubyrði heimilanna vegna óvertryggðra húsnæðislána hefur hækkað.

Er dæmi tekið af 25 milljóna króna króna jafngreiðsluláni. Í maí 2021 var greiðslubyrðin af því 124.353 krónur á mánuði. Í febrúar 2023 er greiðslubyrðin komin í 198.618 krónur. Þetta er um 75.000 króna hækkun á mánuði.

Ef litið er á 50 milljóna króna lán þá greiddi lántakandi 248.706 krónur af því í maí 2021 en í febrúar 2023 er afborgunin 397.237 krónur eða um 148.000 krónum hærri.

Ef litið er á 25 milljóna króna lán með jöfnum afborgunum þá var afborgunin af því 155.000 krónur í maí 2021 en í febrúar 2023 er hún 257.083 krónur.  Þetta er hækkun um 102.000 krónur.

Ef litið er á 50 milljóna króna lán með jöfnum afborgunum þá greiddi lántakandinn 310.000 krónur af því í maí 2021 en nú í febrúar þarf hann að greiða 514.167 krónur eða 204.000 krónum meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað