fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Lögregluaðgerð á Sauðárkróki lokið án handtöku

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 22:23

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluaðgerð á Sauðarkróki fyrr í dag er lokið án handtöku. Enginn grunur er um ætlaða refsiverða háttsemi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra á Facebook, segir þar að embættið harmi fréttaflutning vegna málsins.

„Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki var um „umsátur“ að ræða og harmar embættið slíkan fréttaflutning.“

RÚV greindi fyrst frá málinu og grunur væri um að vopnaður maður væri þar innanhúss í götunni. Þetta vildi Birgir Jónasson lögreglustjóri ekki staðfesta og vísaði til þess að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu.  Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri ríkislögreglustjóra staðfesti í samtali við fréttastofu Vísir.is að sérsveit hefði verið send á staðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum