Lögregluaðgerð á Sauðarkróki fyrr í dag er lokið án handtöku. Enginn grunur er um ætlaða refsiverða háttsemi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra á Facebook, segir þar að embættið harmi fréttaflutning vegna málsins.
„Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki var um „umsátur“ að ræða og harmar embættið slíkan fréttaflutning.“
RÚV greindi fyrst frá málinu og grunur væri um að vopnaður maður væri þar innanhúss í götunni. Þetta vildi Birgir Jónasson lögreglustjóri ekki staðfesta og vísaði til þess að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu. Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri ríkislögreglustjóra staðfesti í samtali við fréttastofu Vísir.is að sérsveit hefði verið send á staðinn.